Handbolti

Gaupi hitti þjálfara og fyrirliða bikarúrslitaliðanna - myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport, mætti á kynningafund fyrir bikarúrslitaleiki karla og kvenna í handbolta og tók viðtöl við fyrirliða og þjálfara liðanna sem verða í sviðsljósinu í Laugardalshöllinni á morgun. Það má sjá viðtölin með því að smella hér fyrir ofan.

Akureyri og Valur mætast í bikaúrslitum karla. Akureyri er að spila sinn fyrsta bikarúrslitaleik eftir samruna KA og Þórs en Valsmenn eru komnir fjórða árið í röð í Höllina og hafa verið undir stjórn Óskars Bjarna Óskarssonar í öllum leikjunum.

Hjá konunum spila Fram og Valur til úrslita annað árið í röð en Fram vann eftir æsispennandi leik fyrir ári síðan. Valsliðið hefur síðan tekið þrjá titla eftir úrslitaleiki við Fram, Íslandsmeistaratitilinn í apríl, Meistarakeppnina í september og Deildarbikarinn í desmber.

Guðjón talaði við alla fjóra þjálfara liðanna sem og báða fyrirliða karlaliðanna þá, Sturla Ásgeirsson hjá Val og Heimir Örn Árnason hjá Akureyri. Þjálfarar karlaliðanna eru Atli Hilmarsson (Akureyri), Óskar Bjarni Óskarsson (karlalið Vals), Stefán Arnarson (kvennalið Vals) og Einar Jónsson (Fram).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×