Erlent

150.000 manns í hljóðlátri samkomu í Osló

Mynd/AP
Um 150 þúsund manns hafa safnast saman á Ráðhústorginu í Osló í dag og bera flestir rósir til að minnast þeirra sem féllu í árásunum í Noregi síðastliðinn föstudag. Eftir því sem greint er frá á vef Verdens Gang er samkoman hljóðlát.

Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, talaði við mannfjöldann á torginu og sagði þá meðal annars að þó svo illska gæti drepið manneskju, gæti hún aldrei sigrað heila þjóð.

Þá sagði Hákon krónprins þjóðina hafi kosið að mæta hatri með sameiningu. "Við höfum kosið að sýna það fyrir hvað við stöndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×