Erlent

Hengdu átta ára dreng

Óli Tynes skrifar
Talibanar sýna enga miskunn.
Talibanar sýna enga miskunn.
Talibanar í Helmand héraði í Afganistan hengdu átta ára dreng um helgina þegar faðir hans neitaði að útvega þeim lögreglubíl til að komast ferða sinna. Faðirinn er lögreglumaður. CNN fréttastofan segir að Hamid Karzai forseti Afganistans hafi fordæmd morðið og sagt þetta væri ekki leyft í neinni menningu né nokkrum trúarbrögðum.

Talibanar reyna oft að komast yfir einkennisbúninga og farartæki lögreglu- og hermanna til þess að villa á sér heimildir í árásum sínum. Hálfbróðir Karzais forseta var myrtur fyrir tveim vikum sem og náinn ráðgjafi hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×