Opið samfélag og óvinir þess MÞL skrifar 25. júlí 2011 10:34 Voðaverkin sem framin voru í Noregi á föstudag munu sitja lengi í manni. Í það minnsta hefur sá sem hér skrifar vart getað leitt hugann að öðru þessa helgina. Hátt í hundrað eru látnir, mikið til börn og unglingar, því árásarmaðurinn vildi senda út pólitísk skilaboð. Hryllilegt en nauðsynlegt, skrifaði hann stuttu fyrir hina þaulskipulögðu árás. Að hugsa sér að þankagangur manneskju geti farið jafn rækilega út af sporinu og valdið eyðileggingu sem þessari. við Íslendingar búum í opnu og frjálslyndu samfélagi sem hampar fjölbreytni og byggir á lýðræði, frelsi, jafnrétti og umburðarlyndi. Það er hollt að hafa í huga að lengst af í sögunni hafa slík samfélög ekki verið til staðar. Og raunar býr meirihluti mannkyns ekki í slíku samfélagi í dag. Við erum lánsöm að búa á Íslandi en áttum okkur ekki alltaf á því. Við eigum nefnilega til að ganga að hinu opna samfélagi sem vísu jafnvel þótt óvinir þess leynist víða eins og Popper benti okkur á. Hvað kemur þetta voðaverkunum á föstudag við? Jú, árásin í Noregi var árás á hið opna og frjálslynda samfélag Norðurlandanna. Það að fólk geti safnast saman og rætt um viðhorf sín án þess að þörf sé á viðamikilli öryggisgæslu er meðal þess sem við höfum talið til helstu kosta okkar samfélagsgerðar. Sú óþægilega spurning vaknar óhjákvæmilega nú hvort það öryggi sem við teljum okkar búa við sé blekking. Hvort það sé einfeldni að láta eins og líkurnar séu hverfandi á því að eitthvað hryllilegt geti komið hér fyrir. Þær spurningar eru réttmætar og áleitnar. Það mætti til að mynda nú taka á ný upp umræðu um hvort veita eigi lögreglu hér á landi forvirkar rannsóknarheimildir. Fyrr eða síðar verðum við hins vegar að horfast í auga við að það er einfaldlega illmögulegt að stöðva menn eins og Anders Behring Breivik. Sé viljinn nægilega sterkur og áætlanagerðin nægilega nákvæm getur illmenni valdið öðrum skaða. Engar öryggisráðstafanir eru fullkomnar og öllum öryggisráðstöfunum fylgir kostnaður. Frelsi hefur of oft verið fórnað fyrir öryggi með slæmum afleiðingum.Nú ríður því á að standa vörð um þau gildi sem við höfum hingað til haft í hávegum. Við eigum ekki að loka okkur af heldur sýna öðrum skilning og umburðarlyndi. Við þurfum að verja hið opna samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Þorlákur Lúðvíksson Mest lesið Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun
Voðaverkin sem framin voru í Noregi á föstudag munu sitja lengi í manni. Í það minnsta hefur sá sem hér skrifar vart getað leitt hugann að öðru þessa helgina. Hátt í hundrað eru látnir, mikið til börn og unglingar, því árásarmaðurinn vildi senda út pólitísk skilaboð. Hryllilegt en nauðsynlegt, skrifaði hann stuttu fyrir hina þaulskipulögðu árás. Að hugsa sér að þankagangur manneskju geti farið jafn rækilega út af sporinu og valdið eyðileggingu sem þessari. við Íslendingar búum í opnu og frjálslyndu samfélagi sem hampar fjölbreytni og byggir á lýðræði, frelsi, jafnrétti og umburðarlyndi. Það er hollt að hafa í huga að lengst af í sögunni hafa slík samfélög ekki verið til staðar. Og raunar býr meirihluti mannkyns ekki í slíku samfélagi í dag. Við erum lánsöm að búa á Íslandi en áttum okkur ekki alltaf á því. Við eigum nefnilega til að ganga að hinu opna samfélagi sem vísu jafnvel þótt óvinir þess leynist víða eins og Popper benti okkur á. Hvað kemur þetta voðaverkunum á föstudag við? Jú, árásin í Noregi var árás á hið opna og frjálslynda samfélag Norðurlandanna. Það að fólk geti safnast saman og rætt um viðhorf sín án þess að þörf sé á viðamikilli öryggisgæslu er meðal þess sem við höfum talið til helstu kosta okkar samfélagsgerðar. Sú óþægilega spurning vaknar óhjákvæmilega nú hvort það öryggi sem við teljum okkar búa við sé blekking. Hvort það sé einfeldni að láta eins og líkurnar séu hverfandi á því að eitthvað hryllilegt geti komið hér fyrir. Þær spurningar eru réttmætar og áleitnar. Það mætti til að mynda nú taka á ný upp umræðu um hvort veita eigi lögreglu hér á landi forvirkar rannsóknarheimildir. Fyrr eða síðar verðum við hins vegar að horfast í auga við að það er einfaldlega illmögulegt að stöðva menn eins og Anders Behring Breivik. Sé viljinn nægilega sterkur og áætlanagerðin nægilega nákvæm getur illmenni valdið öðrum skaða. Engar öryggisráðstafanir eru fullkomnar og öllum öryggisráðstöfunum fylgir kostnaður. Frelsi hefur of oft verið fórnað fyrir öryggi með slæmum afleiðingum.Nú ríður því á að standa vörð um þau gildi sem við höfum hingað til haft í hávegum. Við eigum ekki að loka okkur af heldur sýna öðrum skilning og umburðarlyndi. Við þurfum að verja hið opna samfélag.