Sport

Innerhofer kom á óvart og sigraði risasviginu á HM

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Christof Innerhofer frá Ítalíu kom flestum á óvart í dag þegar hann fagnaði sigri í risasvigi (Super G) á heimsmeistaramótinu í alpagreinum sem fer í Þýskalandi.
Christof Innerhofer frá Ítalíu kom flestum á óvart í dag þegar hann fagnaði sigri í risasvigi (Super G) á heimsmeistaramótinu í alpagreinum sem fer í Þýskalandi. Nordic Photos/Getty Images

Christof Innerhofer frá Ítalíu kom flestum á óvart í dag þegar hann fagnaði sigri í risasvigi (Super G) á heimsmeistaramótinu í alpagreinum sem fer í Þýskalandi. Þetta er í fyrsta sinn sem hinn 26 ára gamli Innerhofer sigrar á stórmóti en hann hefur aðeins einu sinni sigrað á heimsbikarmóti á ferlinum.

Innerhofer kom í mark á 1.38,31 mínútu og en Austurríkismaðurinn Hannes Reichelt varð annar og Króatinn Ivica Kostelic fékk bronsið.

Reichelt, sem er þrítugur, hefur aldrei áður unnið til verðlauna á HM og Kostelic kom sjálfum sér á óvart með bronsverðlaunum því hann leggur mesta áherslu á svig og stórsvig - en ekki hraðagreinar á borð við risasvig og brun.

Innerhofer sagði að ísilög brautin hefði gert það verkum að hann átti möguleika á sigri. „Ég kann vel við ísinn og aðstæður voru fullkomnar," sagði Innerhofer.

„Markmiðið var að vinna gullverðlaun í sviginu, þessi verðlaun eru bónus fyrir mig," sagði Kostelic.

Ólympíumeistarinn Aksel Lund Svindal frá Noregi náði ekki að ljúka keppni en hann missti af síðasta hliðinu rétt við endamarkið.

Christof Innerhofer, Ítala 1.38.31 mín.

Hannes Reichtel, Austurríki 1.38.91 mín.

Ivica Kostelic, Króatía 1.39.03 mín.

Didier Cuche, Sviss 1.39.34 mín

Benjamin Raich, Austurríki 1.39,65 mín.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×