Lífið

Eva María fer á Sundance

Eva María Daníels forsýndi myndina Goats í New York á dögunum við góðar viðtökur en myndin verður frumsýnd á Sundance-hátíðinni í byrjun næsta árs.
Eva María Daníels forsýndi myndina Goats í New York á dögunum við góðar viðtökur en myndin verður frumsýnd á Sundance-hátíðinni í byrjun næsta árs.
Stjarnan úr sjónvarpsþáttunum The X-Files og nú Californication, David Duchovny, leikur stórt hlutverk í myndinni ásamt leikkonunum Veru Farmiga, Keri Russell og Minnie Driver.Nordicphotos/Getty
„Ég er svo ánægð og fékk tár í augun þegar ég sá myndina á hvíta tjaldinu," segir Eva María Daniels framleiðandi, en mynd hennar, Goats, var prufusýnd í New York í vikunni og fékk góðar viðtökur sýningargesta.

David Duchovny leikur stórt hlutverk í myndinni ásamt leikkonunum Veru Farmiga, Keri Russell og Minnie Driver en myndin hefur verið í bígerð í langan tíma og mikið gengið á í tökuferlinu. Myndin verður frumsýnd á Sundance-hátíðinni í byrjun næsta árs.

„Þetta var löng fæðing og þess vegna var sýningin extra sæt," segir Eva María. Ferlið byrjaði á að tökum var frestað í sex mánuði vegna skorts á fjármagni. Breytingar í leikarahópnum settu líka strik í reikninginn en Eva María hafði upphaflega fengið til liðs við sig leikkonuna Rooney Mara og leikarann Kevin Kline. Eins og flestir vita var Mara ráðin til að leika tölvuhakkarann Lisbeth Salander í myndinni The Girl with the Dragon Tattoo og þurfti vegna þess að draga sig úr Goats.

„Loksins þegar við gátum farið í tökur og myndin var komin á klippiborðið þurftum við að færa okkur frá Los Angeles til New York og ráða nýjan klippara. Svo, já þetta var ansi langt og strangt ferli," segir Eva María en hún er mjög ánægð með þá útgáfu sem hún sá af myndinni og stolt af þeim sem lögðu hönd á plóg. Hún vonast einnig til að Goats verði sýnd í íslenskum kvikmyndahúsum á næsta ári. - áp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×