Um 40 laxar komnir úr Korpu Karl Lúðvíksson skrifar 11. júlí 2011 10:43 Mynd af www.svfr.is Korpa var komin í um 40 laxa í morgun þegar Veiðivísi bar þar að garði. Einn lax var tekinn strax um klukkan sjö í morgun í Berghyl og var það eini laxinn sem sást til á neðstu stöðunum. Um helmingur aflans hefur komið upp fyrir ofan þessa hefðbundnu göngustaði og lax virðist vera nokkuð vel dreifður um ánna þó að það sé ekki mikið af honum. En í Sjávarfossi var lítil torfa af laxi sem beið þess átekta að ganga upp í ánna og má reikna með því að þessir laxar renni sér í ánna einn af öðrum á næstu flóðum. Af öðrum ám í nágrenni Reykjavíkur er það helst að frétta að ennþá er góð veiði í Elliðaánum og margir að ná kvótanum sínum en heldur rólegra virðist ennþá vera yfir Leirvogsá. Kunnugur maður var þar á ferð fyrir fáum dögum og sagðist aldrei hafa sé ánna jafn tóma og nú. Menn eru að vonum farnir að spyrja sig hvenær laxinn mæti í ánna en núna eiga kröftugar göngur að vera að hefjast í hana. Önnur kenning sem heyrðist um daginn var að heiti sumarstraumurinn sé ekki ennþá komin að landinu og þegar hann kemur nær færist kraftur í veiðina aftur. En við áréttum að þetta er "kenning", það má samt vona. Stangveiði Mest lesið Tölfræðin í Eystri Rangá eftir sumarið Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði Sá stærsti sem hefur veiðst í sumar Veiði 106 sm lax úr Haukadalsá Veiði Vikulegar veiðitölur segja ekki allt Veiði Laxá í Aðaldal stefnir í sitt lélegasta sumar Veiði Ný veiðibók frá Sigga Haug Veiði Fanta sjóbirtingsveiði í Tungufljóti Veiði Fleiri lokatölur í nýjum vikulegum veiðitölum Veiði
Korpa var komin í um 40 laxa í morgun þegar Veiðivísi bar þar að garði. Einn lax var tekinn strax um klukkan sjö í morgun í Berghyl og var það eini laxinn sem sást til á neðstu stöðunum. Um helmingur aflans hefur komið upp fyrir ofan þessa hefðbundnu göngustaði og lax virðist vera nokkuð vel dreifður um ánna þó að það sé ekki mikið af honum. En í Sjávarfossi var lítil torfa af laxi sem beið þess átekta að ganga upp í ánna og má reikna með því að þessir laxar renni sér í ánna einn af öðrum á næstu flóðum. Af öðrum ám í nágrenni Reykjavíkur er það helst að frétta að ennþá er góð veiði í Elliðaánum og margir að ná kvótanum sínum en heldur rólegra virðist ennþá vera yfir Leirvogsá. Kunnugur maður var þar á ferð fyrir fáum dögum og sagðist aldrei hafa sé ánna jafn tóma og nú. Menn eru að vonum farnir að spyrja sig hvenær laxinn mæti í ánna en núna eiga kröftugar göngur að vera að hefjast í hana. Önnur kenning sem heyrðist um daginn var að heiti sumarstraumurinn sé ekki ennþá komin að landinu og þegar hann kemur nær færist kraftur í veiðina aftur. En við áréttum að þetta er "kenning", það má samt vona.
Stangveiði Mest lesið Tölfræðin í Eystri Rangá eftir sumarið Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði Sá stærsti sem hefur veiðst í sumar Veiði 106 sm lax úr Haukadalsá Veiði Vikulegar veiðitölur segja ekki allt Veiði Laxá í Aðaldal stefnir í sitt lélegasta sumar Veiði Ný veiðibók frá Sigga Haug Veiði Fanta sjóbirtingsveiði í Tungufljóti Veiði Fleiri lokatölur í nýjum vikulegum veiðitölum Veiði