Innlent

Verslanir fari að settum reglum um verðmerkingar

Mynd/Vilhelm
Neytendasamtökin krefjast þess að verslanir fari að settum reglum varðandi verðupplýsingar til neytenda. Samtökin hvetja auk þess Neytendastofu og Samkeppniseftirlitið til að fylgjast vel með því hvernig nýjar reglur reynast og grípa til aðgerða reynist þörf á.

Á heimasíðu Neytendasamtakanna kemur fram að mjög mikið sé kvartað til samtakanna vegna ófullnægjandi verðmerkinga á kjötvörum. Þetta gerist í kjölfar þess að forverðmerkingar á kjötvörum voru bannaðar, þ.e. vörurnar mega ekki koma verðmerktar í verslanir frá kjötiðnaðarstöðvum heldur eiga verslanir sjálfar að sjá um að verðmerkja.  

Að mati Neytendasamtakanna er mjög alvarlegt hversu illa gengur að koma þessum verðmerkingamálum í gott horf. Neytendur eigi rétt á að sjá bæði kílóverð og einingaverð á öllum vörum þar með talið kjötvörum. „Þar sem einingaverð vantar á allar kjötvörur sem ekki eru staðlaðar að þyngd hafa verið settir upp þar til gerðir skannar sem sýna hversu mikið hver vara kostar. Margir neytendur hafa kvartað undan þessu fyrirkomulagi og þykir óþægilegt að geta ekki séð á einfaldan hátt hvert endanlegt verð er.“

Þá segir á heimasíðu Neytendasamtakanna: „Rétt er að benda á að ekkert stoppar verslanir í að verðmerkja vörurnar með verðmiðum. Ef viðskiptavinirnir eru ósáttir við fyrirkomulagið eins og það er núna hljóta verslanir að bregðast við og bæta úr.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×