Fljúgandi start í Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 24. júní 2011 12:09 Flottur lax úr Kvíslapollum í Ytri Rangá Mynd: www.agn.is Veiðar hófust í Ytri Rangá í morgun og laxinn var svo sannarlega mættur. Lax-á á er með sína fulltrúa á svæðinu, þá Stefán Pál Ágústsson og Stefán Sigurðsson. Stefán Sig var nú rétt í þessu að landa 12 punda hrygnu en nafni hans Ágústsson var enn fisklaus. Alls voru komnir 6 laxar á land en það er ein besta byrjun í Ytri Rangá í mörg ár. Aðrar stangir höfðu þó ekki látið sitt eftir liggja og voru komnir í það minnsta fimm laxar á land. Fiskurinn virðist vera ágætlega dreifður og enginn þeirra veiddist á sama stað. Laxarnir veiddust á Rangárflúðum, við Ægissíðufoss, á Klöppinni og í Djúpós. Allt voru þetta silfraðir og fallegir 2ja ára laxar. Við fáum vonandi myndir frá opnunni til birtingar síðar í dag ásamt frekari fréttum af gangi mála. Birt með góðfúslegu leyfi Lax-Á Stangveiði Mest lesið 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði 110 sm lax úr Vatnsdalsá Veiði Laxá í Aðaldal stefnir í sitt lélegasta sumar Veiði Þú átt aldrei nóg af Peacock Veiði 79 laxa lokadagur í Eystri Rangá Veiði Ný veiðibók frá Sigga Haug Veiði Tölfræðin í Eystri Rangá eftir sumarið Veiði Sá stærsti sem hefur veiðst í sumar Veiði Smá kropp í borgarvötnunum Veiði
Veiðar hófust í Ytri Rangá í morgun og laxinn var svo sannarlega mættur. Lax-á á er með sína fulltrúa á svæðinu, þá Stefán Pál Ágústsson og Stefán Sigurðsson. Stefán Sig var nú rétt í þessu að landa 12 punda hrygnu en nafni hans Ágústsson var enn fisklaus. Alls voru komnir 6 laxar á land en það er ein besta byrjun í Ytri Rangá í mörg ár. Aðrar stangir höfðu þó ekki látið sitt eftir liggja og voru komnir í það minnsta fimm laxar á land. Fiskurinn virðist vera ágætlega dreifður og enginn þeirra veiddist á sama stað. Laxarnir veiddust á Rangárflúðum, við Ægissíðufoss, á Klöppinni og í Djúpós. Allt voru þetta silfraðir og fallegir 2ja ára laxar. Við fáum vonandi myndir frá opnunni til birtingar síðar í dag ásamt frekari fréttum af gangi mála. Birt með góðfúslegu leyfi Lax-Á
Stangveiði Mest lesið 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði 110 sm lax úr Vatnsdalsá Veiði Laxá í Aðaldal stefnir í sitt lélegasta sumar Veiði Þú átt aldrei nóg af Peacock Veiði 79 laxa lokadagur í Eystri Rangá Veiði Ný veiðibók frá Sigga Haug Veiði Tölfræðin í Eystri Rangá eftir sumarið Veiði Sá stærsti sem hefur veiðst í sumar Veiði Smá kropp í borgarvötnunum Veiði