Innlent

Heimsótti eina stærstu góðgerðarstofnun heims

Mynd/Daníel
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, kom heim frá Seattle í Bandaríkjunum í morgun þar sem hann sótti málþing um samvinnu milli Íslands og fyrirtækja, háskóla og rannsóknarstofnana þar vestra. Ólafur flutti setningarræðu á málþinginu sem var meðal annars sótt af forráðamönnum Microsoft, American Seafood, Amazon og áhrifafólki í miðlun tónlistar og menningar. Hann heimsótti einng Bill and Melinda Gates Foundations sem er ein stærsta góðgerðarstofnun heims.

Fyrr í þessari viku tók Ólafur þátt í málþing í Alaska um nýjar siglingarleiður á norðurslóðum og fundaði þá með Sean Parnell ríkisstjóra Alaska.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×