Innlent

Skötuselur gaf af sér 109 milljónir í styrki

Styrkjum hefur verið úthlutað úr verkefninu Atvinnusköpun í Sjávarbyggðum, sem byggir á tekjum af svokölluðum skötuselspeningum, þ.e. sölu aflaheimilda á síðasta og yfirstandandi fiskveiðiár til að veiða skötusel og til frístundaveiða samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða.

Mikill áhugi var á verkefninu en alls bárust 123 umsóknir víðsvegar af landinu. Ákveðið var að styrkja 32 verkefni og hlutu þau samtals 109 milljónir króna en hæstu einstöku styrkirnir námu 5 milljónum króna.

Áhersla var lögð á að styðja verkefni sem fela í sér nýsköpun, þekkingaryfirfærslu og hugverk sem byggja á styrkleikum sjávarbyggða, að því er segir á vefsíðu stjórnarráðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×