Innlent

Varað við lóni við Gígjökul

Lögreglan á Hvolsvelli varar ferðamenn við lóni, sem myndast hefur við Gígjökul, sem skríður út úr Eyjafjallajökli.

Hlíðarnar niður að lóninu eru úr jökulís, en huldar möl og ösku og er vatnið sjálft mjög kalt. Falli einhver þar ofaní eru honum allar bjargir bannaðar ef hann er ekki með mannbrodda eða ísöxi, sem fátítt er að ferðamenn beri með sér á þessum slóðum.

Að sögn lögreglu er nokkur umferð um svæðið og því vert að vara ferðamenn við þessari hættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×