Innlent

Vinna með virtum forlögum

Halldór kynnti samstarfssamninginn í félagi við Claudio Albrecht, forstjóra Actavis, á skrifstofu Sögueyjunnar í gær.
Fréttablaðið/GVA
Halldór kynnti samstarfssamninginn í félagi við Claudio Albrecht, forstjóra Actavis, á skrifstofu Sögueyjunnar í gær. Fréttablaðið/GVA
„Þetta er stærsti samstarfssamningurinn sem við höfum gert við eitt fyrirtæki,“ segir Halldór Guðmundsson, verkefnisstjóri Sögueyjunnar, sem heldur utan um heiðursþátttöku Íslands á Bókamessunni í Frankfurt í Þýskalandi í haust.

Tilkynnt var í gær að samheitalyfjafyrirtækið Actavis ætlaði að styðja við verkefnið, sem felur í sér þýðingu á tæplega tvö hundruð íslenskum bókum yfir á þýsku og ritun bóka þar sem Ísland kemur við sögu. Í tengslum við Bókamessuna munu íslenskir listamenn sýna verk sín og fleira til. Styrkurinn nemur á þriðja tug milljóna króna.

Halldór bendir á að verkefnið sé gríðarlega umfangsmikið, enda hafi aldrei verið farið út í aðra eins kynningu á bókmenntum þjóðarinnar og nú.

„Þetta er mjög metnaðarfull áætlun og hefur farið fram úr okkar björtustu vonum,“ segir Halldór og bætir við að nokkur af virtustu forlögum Þýskalands gefi bækurnar út.- jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×