Spurning um viðhorf þingmanna Ólafur Þ. Stephensen skrifar 26. september 2011 06:00 Íslenzkir alþingismenn eiga Norðurlandamet í málþófi, eins og rifjað var upp í úttekt í helgarblaði Fréttablaðsins. Á öðrum norrænum þjóðþingum tíðkast ekki að stjórnarandstaðan knýi fram samninga við stjórnarmeirihlutann með því að taka mál í gíslingu og ræða þau (eða eitthvað allt annað) sólarhringum saman. Í úttektinni kemur sömuleiðis fram að breytingar sem gerðar voru á þingsköpum 2007 og áttu að draga úr málþófinu hafa alls ekki komið í veg fyrir það. Sett voru mörk á ræðutíma, en þingmenn mega tala eins oft og þeir vilja og réttur til að veita andsvör var rýmkaður. Þingmenn fundu fljótlega leið til að misnota þessi nýju ákvæði, eins og sjá má af dæmum sem Fréttablaðið rifjaði upp. Í umræðum um Icesave 2009 var málþóf skipulagt í þaula, meðal annars með því að stjórnarandstaðan útbjó sér eins konar stundaskrá um það hvenær tilteknir þingmenn áttu að tala og hverjir af samherjum þeirra ættu að veita þeim andsvör. Þannig ákváðu þingmenn að veita andsvör við ræðum sem þeir höfðu ekki heyrt! Þessi saga endurtók sig í málþófsfarsanum um frumvarpið um skipulag stjórnarráðsins á nýafstöðnu haustþingi. Þá voru stjórnarliðar reyndar búnir að koma auga á hvernig þeir gætu snúið upp á reglurnar til að koma höggi á stjórnarandstöðuna og óskuðu eftir að fá að veita andsvör, en féllu svo frá því á síðustu stundu. Þá var orðið of seint fyrir stjórnarandstæðinga að komast að. Allir flokkar á Alþingi hafa tekið þátt í málþófi. Ráðherrar sem skamma stjórnarandstöðuna fyrir að þvælast fyrir þingstörfum hafa yfirleitt gert það sjálfir, jafnvel ekki fyrir svo löngu. Stjórnarandstöðuþingmenn gangast upp í málþófinu og virðist jafnvel þykja það skemmtilegt, en átta sig ekki á að með sífelldum endurtekningum, innihaldslausum ræðum og hreinræktuðu bulli draga þeir orðstír og virðingu þingsins ofan í svaðið. Hvað er hægt að gera til að losna við málþófið á þingi? Siv Friðleifsdóttir þingmaður hefur ásamt öðrum lagt til að þingsköpum verði breytt þannig að unnið sé eftir skipulegri áætlun, þar sem forseti skammtar hverju máli ákveðinn tíma, að fengnum tillögum þingnefnda. Siv vill að áhrif minnihlutans séu tryggð með öðrum hætti, til dæmis með því að stjórnarandstaðan fái formennsku í sumum þingnefndum og sett verði ákvæði í stjórnarskrá um að minnihluti þingsins geti krafizt þjóðaratkvæðagreiðslu um tiltekin mál. Breytingar af þessu tagi gætu orðið til bóta. Það dugir hins vegar ekki bara að breyta reglunum, því að eins og dæmin sanna geta menn fundið leið til að fara framhjá þeim. Meginspurningin hér snýst um viðhorf þingmanna til starfs síns og Alþingis. Virðing hvors tveggja myndi aukast ef menn gætu leitað í smiðju til norrænna kollega og fundið leiðir fyrir stjórn og stjórnarandstöðu til að tala saman og komast að samkomulagi án þess að setja þingstörfin í uppnám með reglulegu millibili. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Íslenzkir alþingismenn eiga Norðurlandamet í málþófi, eins og rifjað var upp í úttekt í helgarblaði Fréttablaðsins. Á öðrum norrænum þjóðþingum tíðkast ekki að stjórnarandstaðan knýi fram samninga við stjórnarmeirihlutann með því að taka mál í gíslingu og ræða þau (eða eitthvað allt annað) sólarhringum saman. Í úttektinni kemur sömuleiðis fram að breytingar sem gerðar voru á þingsköpum 2007 og áttu að draga úr málþófinu hafa alls ekki komið í veg fyrir það. Sett voru mörk á ræðutíma, en þingmenn mega tala eins oft og þeir vilja og réttur til að veita andsvör var rýmkaður. Þingmenn fundu fljótlega leið til að misnota þessi nýju ákvæði, eins og sjá má af dæmum sem Fréttablaðið rifjaði upp. Í umræðum um Icesave 2009 var málþóf skipulagt í þaula, meðal annars með því að stjórnarandstaðan útbjó sér eins konar stundaskrá um það hvenær tilteknir þingmenn áttu að tala og hverjir af samherjum þeirra ættu að veita þeim andsvör. Þannig ákváðu þingmenn að veita andsvör við ræðum sem þeir höfðu ekki heyrt! Þessi saga endurtók sig í málþófsfarsanum um frumvarpið um skipulag stjórnarráðsins á nýafstöðnu haustþingi. Þá voru stjórnarliðar reyndar búnir að koma auga á hvernig þeir gætu snúið upp á reglurnar til að koma höggi á stjórnarandstöðuna og óskuðu eftir að fá að veita andsvör, en féllu svo frá því á síðustu stundu. Þá var orðið of seint fyrir stjórnarandstæðinga að komast að. Allir flokkar á Alþingi hafa tekið þátt í málþófi. Ráðherrar sem skamma stjórnarandstöðuna fyrir að þvælast fyrir þingstörfum hafa yfirleitt gert það sjálfir, jafnvel ekki fyrir svo löngu. Stjórnarandstöðuþingmenn gangast upp í málþófinu og virðist jafnvel þykja það skemmtilegt, en átta sig ekki á að með sífelldum endurtekningum, innihaldslausum ræðum og hreinræktuðu bulli draga þeir orðstír og virðingu þingsins ofan í svaðið. Hvað er hægt að gera til að losna við málþófið á þingi? Siv Friðleifsdóttir þingmaður hefur ásamt öðrum lagt til að þingsköpum verði breytt þannig að unnið sé eftir skipulegri áætlun, þar sem forseti skammtar hverju máli ákveðinn tíma, að fengnum tillögum þingnefnda. Siv vill að áhrif minnihlutans séu tryggð með öðrum hætti, til dæmis með því að stjórnarandstaðan fái formennsku í sumum þingnefndum og sett verði ákvæði í stjórnarskrá um að minnihluti þingsins geti krafizt þjóðaratkvæðagreiðslu um tiltekin mál. Breytingar af þessu tagi gætu orðið til bóta. Það dugir hins vegar ekki bara að breyta reglunum, því að eins og dæmin sanna geta menn fundið leið til að fara framhjá þeim. Meginspurningin hér snýst um viðhorf þingmanna til starfs síns og Alþingis. Virðing hvors tveggja myndi aukast ef menn gætu leitað í smiðju til norrænna kollega og fundið leiðir fyrir stjórn og stjórnarandstöðu til að tala saman og komast að samkomulagi án þess að setja þingstörfin í uppnám með reglulegu millibili.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun