Handbolti

Öruggur sigur HK á Aftureldingu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur Bjarki Ragnarsson, leikmaður HK.
Ólafur Bjarki Ragnarsson, leikmaður HK. Mynd/Valli
HK vann í dag átta marka sigur á Aftureldingu í N1-deild karla, 30-22. HK náði snemma forystu í leiknum og hafði fimm marka forystu í hálfleik, 15-10.

Ólafur Bjarki Ragnarsson og Bjarki Már Elísson skoruðu báðir níu mörk fyrir HK-inga en Hilmar Stefánsson var markahæstur hjá Aftureldingu með sex mörk.

HK komst með sigrinum upp í sex stig en Afturelding er eina lið deildarinnar sem enn er stigalaust eftir fyrstu þrjár umferðirnar.

HK - Afturelding 30-22 (15-10)

Mörk HK: Ólafur Bjarki Ragnarsson 9, Bjarki Már Elísson 9, Atli Ævar Ingólfsson 6, Tandri Már Konráðsson 3, Leó Snær Pétursson 2, Hörður Másson 1.

Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 7 (19), Arnór Freyr Stefánsson 7 (17).

Mörk Aftureldingar: Hilmar Stefánsson 6, Jóhann Jóhnnsson 3, Þorlákur Sigurjónsson 2, Elvar Magnússon 2, Helgi Héðinsson 2, Sverrir Hermannsson 2, Mark Hawkins 2, Þrándur Gíslason Roth 1, Böðvar Páll Ásgeirsson 1, Daníel Jónsson 1.

Varin skot: Hafþór Einarsson 14 (35), Davíð Svansson 4 (13).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×