Ættjarðarást bankastjóranna Atli Fannar Bjarkason skrifar 12. mars 2011 05:45 Laun íslensku bankastjóranna eru byrjuð að mjakast í þá átt sem þau voru þegar smjör lak hér af hverju strái. Við hljótum því að eiga von á hagstæðari lánakjörum og betri vöxtum. Er það ekki annars? Ég bíð allavega spenntur og er byrjaður að leita að íbúð til að yfirbjóða. En taktleysi bankastjóranna ásamt fullkomnum skorti á auðmýkt og prinsippum hefur sína kosti. Íslenska ríkið á ekki nema 13 prósenta hlut í Arion banka á móti erlendum kröfuhöfum og aðeins fimm prósent í Íslandsbanka. Útlendingar sjá því að mestu um að dæla peningum í ríkissjóð í gegnum völundarhús skattkerfisins. Það hlýtur að vera jákvætt. Mmmm … Peningar. Það má því velta fyrir sér hvort tær ættjarðarást hafi rekið fulltrúa ríkisins í að rétta upp hendur þegar bankaráðin tóku launahækkanirnar fyrir. Ást á ættjörðinni og fólkinu sem byggir hana hefur eflaust líka orðið til þess að bankastjórarnir fóru fram á milljónir í mánaðarlaun. Launamál íslensku bankastjóranna minna mig á vandræði bandaríska þingmannsins Newts Gingrich, sem þurfti að svara fyrir flókin ástamál sín á dögunum. Hann hafði haldið framhjá krabbameinssjúkri eiginkonu sinni til 19 ára, yfirgefið hana og hafið nýtt líf með viðhaldinu. Átján árum síðar greindist hún með MS og hann beið ekki boðanna, heldur hélt einnig framhjá henni áður en hann yfirgaf hana og kvæntist í þriðja sinn. Spurður út í tilhneiginguna til að yfirgefa veikar eiginkonur sínar bar hann fyrir sig óstjórnlega ást – ekki á kvenfólki heldur landi sínu. „Það leikur enginn vafi á því að á tímabili lagði ég of hart að mér, knúinn áfram af ættjarðarást, og ýmislegt óviðeigandi gerðist," sagði hann af auðmýkt í viðtali um málið. Það getur reynst yfirþyrmandi að búa yfir svona mikilli ást. Það vita Newt Gingrich, Höskuldur H. Ólafsson og Birna Einarsdóttir. Guð blessi þau. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Eigum við ekki bara að klára þetta Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun
Laun íslensku bankastjóranna eru byrjuð að mjakast í þá átt sem þau voru þegar smjör lak hér af hverju strái. Við hljótum því að eiga von á hagstæðari lánakjörum og betri vöxtum. Er það ekki annars? Ég bíð allavega spenntur og er byrjaður að leita að íbúð til að yfirbjóða. En taktleysi bankastjóranna ásamt fullkomnum skorti á auðmýkt og prinsippum hefur sína kosti. Íslenska ríkið á ekki nema 13 prósenta hlut í Arion banka á móti erlendum kröfuhöfum og aðeins fimm prósent í Íslandsbanka. Útlendingar sjá því að mestu um að dæla peningum í ríkissjóð í gegnum völundarhús skattkerfisins. Það hlýtur að vera jákvætt. Mmmm … Peningar. Það má því velta fyrir sér hvort tær ættjarðarást hafi rekið fulltrúa ríkisins í að rétta upp hendur þegar bankaráðin tóku launahækkanirnar fyrir. Ást á ættjörðinni og fólkinu sem byggir hana hefur eflaust líka orðið til þess að bankastjórarnir fóru fram á milljónir í mánaðarlaun. Launamál íslensku bankastjóranna minna mig á vandræði bandaríska þingmannsins Newts Gingrich, sem þurfti að svara fyrir flókin ástamál sín á dögunum. Hann hafði haldið framhjá krabbameinssjúkri eiginkonu sinni til 19 ára, yfirgefið hana og hafið nýtt líf með viðhaldinu. Átján árum síðar greindist hún með MS og hann beið ekki boðanna, heldur hélt einnig framhjá henni áður en hann yfirgaf hana og kvæntist í þriðja sinn. Spurður út í tilhneiginguna til að yfirgefa veikar eiginkonur sínar bar hann fyrir sig óstjórnlega ást – ekki á kvenfólki heldur landi sínu. „Það leikur enginn vafi á því að á tímabili lagði ég of hart að mér, knúinn áfram af ættjarðarást, og ýmislegt óviðeigandi gerðist," sagði hann af auðmýkt í viðtali um málið. Það getur reynst yfirþyrmandi að búa yfir svona mikilli ást. Það vita Newt Gingrich, Höskuldur H. Ólafsson og Birna Einarsdóttir. Guð blessi þau.
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun