Innlent

Thor Vilhjálmsson jarðsunginn

Thor var jarðsunginn frá Dómkirkjunni í gær Kistuberar voru þau Guðný Halldórsdóttir, Erlendur Sveinsson, Valgerður Benediktsdóttir, Þorsteinn frá Hamri, Benedikt Pálsson, Gísli Sigurðsson, Jón Norland og Páll Guðmundsson.
Thor var jarðsunginn frá Dómkirkjunni í gær Kistuberar voru þau Guðný Halldórsdóttir, Erlendur Sveinsson, Valgerður Benediktsdóttir, Þorsteinn frá Hamri, Benedikt Pálsson, Gísli Sigurðsson, Jón Norland og Páll Guðmundsson.
Rithöfundurinn Thor Vilhjálmsson var jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík í gær. Thor lést þann 2. mars síðastliðinn, 85 ára að aldri. Thor var með merkari rithöfundum sinnar kynslóðar, en hann gaf út sína fyrstu bók, Maðurinn er alltaf einn, árið 1950.

Hann hlaut fjölmargar viðurkenningar hér á landi og erlendis á ferlinum. Meðal annars má nefna Bókmenntaverðlaun Norðurlanda árið 1987 fyrir skáldsöguna Grámosinn glóir, en Thor var einnig gerður að heiðursdoktor við Háskóla Íslands á síðasta ári- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×