Innlent

Þremenningar sagðir hressir

Að loknum þingflokksfundi. Ósáttu þingmennirnir vildu ekki tjá sig.
Að loknum þingflokksfundi. Ósáttu þingmennirnir vildu ekki tjá sig.

„Þeir voru bara hressir," sagði Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra aðspurð í gærkvöld um málefni VG-þingmannanna þriggja sem eru ósáttir við ríkistjórnina. Þingflokkur VG hélt í gær fundi með hléum frá hádegi til klukkan hálftíu í gærkvöld.

Að fundi loknum vildu ósáttu þingmennirnir þrír, Ásmundur Einar Daðason, Atli Gíslason og Lilja Mósesdóttir, ekkert tjá sig.

Svandís sagði engan farinn úr þingflokknum. Á fundinum hafi verið rætt um Evrópusambandið og sjávarútvegsmál. Hvorki náðist tal af formanni flokksins né formann þingflokksins. - gar




Tengdar fréttir

Steingrímur: Engin krafa um afsökunarbeiðni

Enn eru harðar deilur í þingflokki Vinstri grænna en þremenningarnir sem sátu hjá við afgreiðslu fjárlaga saka meirihlutann á Alþingi um ofríki. Þá krefja þeir starfandi formann þingflokks Vinstri grænna um opinbera afsökunarbeiðni.

Þingmenn VG funda um ágreining

Þingflokkur Vinstri grænna kemur saman á nýjan leik klukkan 18 eftir að hlé var gert á fundi þingflokksins síðdegis. Þremenningarnir sem sátu hjá við afgreiðslu fjárlaga gagnrýna það sem þeir kalla ofríki meirihlutans á Alþingi. Þingflokkurinn reynir nú að jafna ágreining milli ólíkra fylkinga.

„Nú fer lyftan niður“

Þingflokksfundi Vinstri grænna lauk á tíunda tímanum í kvöld. Aðspurður hvort hann hefði óskað eftir því að starfandi þingflokksformaður VG bæðist afsökunar sagði Ásmundur Einar Daðason: „Nú fer lyftan niður. Hún fór upp fyrr í dag." Spurður nánar út í þau orð svaraði þingmaðurinn: „Það þýðir að hún er búin að fara upp og fer núna niður."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×