Innlent

Veldu bestu mynd Halldórs Baldurs á Vísi

Kosning fer fram á slóðinni visir.is/halldor.
Kosning fer fram á slóðinni visir.is/halldor.

Í teikningum Halldórs Baldurssonar skopmyndateiknara fléttast saman hárbeitt háðsádeila og skörp samfélagsrýni þar sem atburðir líðandi stundar eru oft settir í nýtt, óvænt og sprenghlægilegt samhengi.

Eins og flestum er kunnugt gekk Halldór til liðs við Fréttablaðið á árinu 2010. Myndir hans birtast því á leiðarasíðu blaðsins og hér á Vísi alla virka daga.

Nú gefst lesendum kostur á að velja bestu mynd Halldórs frá síðasta ári úr hópi þeirra tuttugu vinsælustu. Fimmtíu heppnir þátttakendur fá kaffikönnu með myndum frá Halldóri. Þetta eru frábærar könnur sem eiga eflaust eftir að framkalla bros yfir morgunkaffinu víða um land.

Kosning fer fram á slóðinni visir.is/halldor. Hver og einn má aðeins greiða atkvæði einu sinni, en hægt er að velja allt að fimm myndir í valinu.

Tekið verður við atkvæðum til 22. janúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×