Innlent

Snjóflóð féll í Ljósavatnsskarði

Snjóflóð hefur fallið á þjóðveginn um Ljósavatnsskarð á milli bæjanna Sigríðarstaða og Birkihlíðar, á leiðinni á milli Akureyrar og Húsavíkur. Lögreglan á Húsavík varaði vegfarendur í gærkvöldi við því að vera þar á ferð, og var engin þar þegar flóðið féll. Verið er að kanna það nánar.

Þá féll snjóflóð á mjólkurbíl á Fnjóskadalsvegi Eystri, skammt frá Vaglaskógi síðdegis í gær, og festist bíllinn í flóðinu. Vegagerðarmenn komu til hjálpar og ruddu veginn.

Þá var veginum á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur lokað í gærkvöldi vegna stórhríðar og snjóflóðahættu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×