Innlent

Skeljungur byrjaði og N1 fylgdi

Mynd/Pjetur

Skeljungur hækkaði í gær verð á bensíni um 3,50 krónur og olíu um tvær krónur, þannig að bensínlítrinn kostaði eftir hækkun víða á stöðvum félagsins 213,60 og dísilolíulítrinn 213,40.

Í kjölfarið fylgdi N1 og hækkaði verð á bensínlítra upp í 213,60 og olíulítra í sama verð.

Aðrar bensínstöðvar höfðu ekki hækkað verð og var algengt verð á bensínlítranum hjá OLÍS 209,30 og olíulítranum 211,10. Atlantsolía, ÓB og Orkan seldu eldsneytið á 20-30 aurum lægra verði.- gb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×