Innlent

Fundi um framkvæmd verkfalls lauk án niðurstöðu

Mynd/GVA
Fundur um framkvæmd verkfalls leikskólakennara fór fram í dag og lauk honum án niðurstöðu. Fundað var stíft frá klukkan 15:00 - 18:30 í dag, en fundurinn var setinn af forsvarsmönnum Kennarasambands Íslands og fulltrúum sveitarfélaganna.

Aftur verður fundað um framkvæmd verkfallsins á morgun, en ágreiningur er um hvort deildir sem deildarstjórar í verkfalli stýra geti starfað áfram eða hvort þeim þurfi að loka. Forsvarsmenn sveitarfélaganna vilja manna stöður þeirra sem taka þátt í verkfallinu með starfsmönnum sem standa utan Félags leikskólakennara, en lögmaður Kennarasambandsins segir slíka tilhögun vera verkfallsbrot.

Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaradeilu leikskólakennara, en þeir krefjast ellefu prósenta launaleiðréttingar til viðbótar við sambærilegar hækkanir og aðrir launamenn hafa samið um.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×