Innlent

Þriggja ára áætlun samþykkt, fimm ára áætlun í smíðum

Mynd/Arnór
Þriggja ára áætlun Reykjavíkurborgar fyrir árin 2012-2014  var samþykkt í dag. Níu borgarfulltrúar greiddu atkvæði með áætluninni en sex sátu hjá.

S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður borgarstjóra, segir áætlunina því miður ekki lýsa miklum spádómum um framtíðina, frekar en áætlanir undanfarinna ára hafi gert, en unnið sé að ítarlegri fimm ára áætlun þar sem reynt sé að byggja á hugmyndum um mögulegar aðstæður sem kynnu að koma upp í framtíðinni.

„Við erum að reyna að setja saman áætlun sem byggir á mismunandi sviðsmyndagreiningum." segir Björn. „Þá sköpum við ýmsar mögulegar atburðarásir, miðað við mismunandi ytri skilyrði á borð við mismikið atvinnuleysi. Ástandið er svo ótryggt að það er voða erfitt að gera eina niðurneglda þriggja ára áætlun, ytri skilyrði breytast bara svo hratt núna."

Aðspurður hvenær búast megi við að ný áætlun verði fullgerð segir Björn „Þessi vinna er búin að vera í gangi allt árið og við vonumst til að henni ljúki í september."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×