Innlent

Krabbameinssjúklingar gætu þurft að bera aukinn kostnað

Krabbameinssjúklingar gætu þurft að byrja að greiða hluta af lyfjakostnaði sínum ef frumvarp velferðarráðherra verður að lögum í óbreyttri mynd. Mikið óöryggi tekur við hjá sjúklingum segir forstjóri Krabbameinsfélagsins.

Frumvarpinu, sem er ætlað að auka jöfnuð sjúklinga og lækka lyfjakostnað þeirra sem mest þurfa á lyfjum að halda, var samþykkt í vor en samkvæmt frumvarpsdrögum taka lögin gildi 1.október næstkomandi. Ragnheiður Haraldsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélagsins, gagnrýnir frumvarpið fyrir að vera ekki nægilega skýrt um að alvarlega veikir sjúklingar njóti áfram fullrar greiðsluþátttöku ríkisins á lyfjakostnaði.

„Krabbameinssjúklingar hafa fram að þessu notið greiðsluþátttöku okkar hinna í lyfjunum sínum en verði þetta frumvarp að lögum eins og það liggur fyrir þá tekur við mikið óöryggi og jafnvel töluvert mikil skerðing"

Ragnheiður segir sjúklinga vera uggandi yfir málinu. „Það hafa haft samband við okkur hér hjá krabbameinsfélagi Íslands margir sjúklingar og lýst yfir áhyggjum sínum af þessari þróun."

Ragnheiður hefur þegar sent heilbrigðisnefnd Alþingis og Velferðarráðherra umsögn um tillögur til breytingar á frumvarpinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×