Innlent

Söfnun fyrir nýfæddar tvíburasystur

Í fjöldaskylaboðum er fólk beðið að "þakka hverja stund sem því er gefin“.
Í fjöldaskylaboðum er fólk beðið að "þakka hverja stund sem því er gefin“.
Nýfæddar tvíburasystur liggja nú milli heims og heljar á vökudeild Landspítalans. Stúlkurnar komu í heiminn síðastliðinn sunnudag en móðir þeirra veiktist þegar hún var langt gengin með þær. Móðirin lést en læknum tókst að bjarga stúlkunum. Önnur stúlknanna mun nú komin úr öndurnarvél en hinni gengur verr að anda hjálparlaust.

Vinir móðurinnar settu á stofn söfnun fyrir stúlkurnar, föður þeirra og systkini tvö. Í dag hafa skilaboð gengið milli fólks á facebook og öðrum síðum með upplýsingum um atburðina og söfnunina.

Á aðfaranótt þriðjudags skrifaði faðir stúlknanna orðsendingu á vegg sinn á facebook. Þar segir meðal annars að stúlkurnar séu mjög veikar og ómögulegt sé að segja um batahorfur.

Fyrir þá sem vilja leggja fjölskyldunni lið er söfnunarreikningurinn: 0322-13-700345 og kennitala: 080171-5529.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×