Við fengum loks fréttir af gangi mála í Setbergsá. Fram til þessa hafa veiðst 35 laxar í ánni þrátt fyrir að vatnsleysi hafi plagað veiðimenn.
Að sögn Bjarna Júlíussonar sem átti leið um í gær, þá sjá veiðimenn laxa nokkuð víða. Langbesti tími árinnar er eftir, en Setbergsá er drjúg þegar að haustlægðirnar láta á sér kræla.
Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
