Leikmaður Selfoss ætlar að kæra Eyjamanninn Hans Steinar Bjarnason skrifar 7. desember 2011 12:15 Mikil reiði kurrar í herbúðum karlaliðs Selfoss í handbolta eftir að aganefnd HSÍ vísaði frá máli sem stjórn sambandsins sendi vegna fólskulegs brots í leik ÍBV og Selfoss á dögunum. Á myndbandsupptöku frá leiknum sést þegar leikmaður ÍBV slær mótherja sinn í andlitið eftir að að Selfyssingurinn hafði losað sig við boltann. Dómarapar leiksins missti af atvikinu og var leikmanninum ekki refsað. Í úrskurði aganefndar segir meðal annars að um sé að ræða leikbrot en ekki agabrot. Erfitt sé að gera sér grein fyrir hve alvarlegt brotið var á umræddu myndbandi þó það virki mjög alvarlegt. Ljóst er þó að leikmaðurinn sem varð fyrir högginu lék það sem eftir var leiksins eins og ekkert hafi í skorist. Umræddur leikmaður Selfoss, Atli Kristinsson sagði í samtali við íþróttadeild Stöðvar 2 í morgun að hann hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með vinnubrögð aganefndar HSÍ í þessu máli. Hann sjái sig því tilneyddan að leggja fram líkamsárásarkæru á hendur Davíð Þór Óskarssyni leikmanni ÍBV sem veitti honum umrætt högg í andlitið.Úrskurður aganefndar HSÍ 4. Mál nr. 8 frá síðasta fundi aganefndar. Erindi sem barst aganefnd frá stjórn HSÍ vegna atviks í leik ÍBV og Selfoss. Borist hefur greinargerð frá ÍBV. Í 5.gr. „Reglugerðar HSÍ um agamál" segir: „Það grundvallarregla að myndbandsupptökur skulu ekki notaðar við ákvörðun viðurlaga vegna agabrota. Ef það er hins vegar mat nefndarinnar að fyrirliggjandi gögn séu ófullnægjandi eða misvísandi sem grundvöllur er nefndinni heimilt að styðjast við myndbandsupptökur". Í 18.gr. sömu reglugerðar segir: „Stjórn eða framkvæmdastjóra HSÍ er heimilt að vísa til úrskurðar aganefndar atvikum sem skaðað geta ímynd handknattleiksíþróttarinnar eða þeirra sem taka þátt í leiknum. Slík atvik hafa þá ekki komið fram í atvkaskýrslu dómara eða eftirlitsmanns á kappleikjum en geta verið hvers kyns ósæmileg framkoma á leikstað eða á annan hátt opinberlega." Það atvik sem stjórn HSÍ vísaði til aganefndar er leikbrot en ekki agabrot. Erfitt er að gera sér grein fyrir hve alvarlegt það var á myndbandi því er birtist á netinu þó það virki mjög alvarlegt. Ljóst er þó að leikmaðurinn sem varð fyrir því lék það sem eftir var leiksins eins og ekkert hafi í skorist. Jafnframt styðst aganefnd ekki við myndbandsupptökur í úrskurðum sínum nema í undantekningartilfellum og þá aðeins við myndbönd frá sjónvarpsstöðvum. Aganefnd telur hæpið að 18.gr. reglugerðarinnar eigi við um leikbrot því þar er fyrst og fremst átt við atvik á leikstað utan leiks eða annarsstaðar opinberlega. Það er grundvallarregla í handknattleik að ekki er refsað fyrir leikbrot eftir að leikur hefur verið flautaður af. Aganefnd tekur ekki afstöðu að svo komnu máli um hvort hún er vanhæf í þessu máli en það álit kemur fram í greinargerð frá ÍBV. Niðurstaða aganefndar er að málinu er vísað frá. Olís-deild karla Tengdar fréttir Fólskulegt brot í handboltaleik í Eyjum - fékk einn á lúðurinn Dómaranefnd HSÍ ætlar að endurskoða áherslur í dómgæslu eftir fólskulegt brot í leik á dögunum. Dómarar misstu af atvikinu. 23. nóvember 2011 21:27 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Mikil reiði kurrar í herbúðum karlaliðs Selfoss í handbolta eftir að aganefnd HSÍ vísaði frá máli sem stjórn sambandsins sendi vegna fólskulegs brots í leik ÍBV og Selfoss á dögunum. Á myndbandsupptöku frá leiknum sést þegar leikmaður ÍBV slær mótherja sinn í andlitið eftir að að Selfyssingurinn hafði losað sig við boltann. Dómarapar leiksins missti af atvikinu og var leikmanninum ekki refsað. Í úrskurði aganefndar segir meðal annars að um sé að ræða leikbrot en ekki agabrot. Erfitt sé að gera sér grein fyrir hve alvarlegt brotið var á umræddu myndbandi þó það virki mjög alvarlegt. Ljóst er þó að leikmaðurinn sem varð fyrir högginu lék það sem eftir var leiksins eins og ekkert hafi í skorist. Umræddur leikmaður Selfoss, Atli Kristinsson sagði í samtali við íþróttadeild Stöðvar 2 í morgun að hann hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með vinnubrögð aganefndar HSÍ í þessu máli. Hann sjái sig því tilneyddan að leggja fram líkamsárásarkæru á hendur Davíð Þór Óskarssyni leikmanni ÍBV sem veitti honum umrætt högg í andlitið.Úrskurður aganefndar HSÍ 4. Mál nr. 8 frá síðasta fundi aganefndar. Erindi sem barst aganefnd frá stjórn HSÍ vegna atviks í leik ÍBV og Selfoss. Borist hefur greinargerð frá ÍBV. Í 5.gr. „Reglugerðar HSÍ um agamál" segir: „Það grundvallarregla að myndbandsupptökur skulu ekki notaðar við ákvörðun viðurlaga vegna agabrota. Ef það er hins vegar mat nefndarinnar að fyrirliggjandi gögn séu ófullnægjandi eða misvísandi sem grundvöllur er nefndinni heimilt að styðjast við myndbandsupptökur". Í 18.gr. sömu reglugerðar segir: „Stjórn eða framkvæmdastjóra HSÍ er heimilt að vísa til úrskurðar aganefndar atvikum sem skaðað geta ímynd handknattleiksíþróttarinnar eða þeirra sem taka þátt í leiknum. Slík atvik hafa þá ekki komið fram í atvkaskýrslu dómara eða eftirlitsmanns á kappleikjum en geta verið hvers kyns ósæmileg framkoma á leikstað eða á annan hátt opinberlega." Það atvik sem stjórn HSÍ vísaði til aganefndar er leikbrot en ekki agabrot. Erfitt er að gera sér grein fyrir hve alvarlegt það var á myndbandi því er birtist á netinu þó það virki mjög alvarlegt. Ljóst er þó að leikmaðurinn sem varð fyrir því lék það sem eftir var leiksins eins og ekkert hafi í skorist. Jafnframt styðst aganefnd ekki við myndbandsupptökur í úrskurðum sínum nema í undantekningartilfellum og þá aðeins við myndbönd frá sjónvarpsstöðvum. Aganefnd telur hæpið að 18.gr. reglugerðarinnar eigi við um leikbrot því þar er fyrst og fremst átt við atvik á leikstað utan leiks eða annarsstaðar opinberlega. Það er grundvallarregla í handknattleik að ekki er refsað fyrir leikbrot eftir að leikur hefur verið flautaður af. Aganefnd tekur ekki afstöðu að svo komnu máli um hvort hún er vanhæf í þessu máli en það álit kemur fram í greinargerð frá ÍBV. Niðurstaða aganefndar er að málinu er vísað frá.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Fólskulegt brot í handboltaleik í Eyjum - fékk einn á lúðurinn Dómaranefnd HSÍ ætlar að endurskoða áherslur í dómgæslu eftir fólskulegt brot í leik á dögunum. Dómarar misstu af atvikinu. 23. nóvember 2011 21:27 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Fólskulegt brot í handboltaleik í Eyjum - fékk einn á lúðurinn Dómaranefnd HSÍ ætlar að endurskoða áherslur í dómgæslu eftir fólskulegt brot í leik á dögunum. Dómarar misstu af atvikinu. 23. nóvember 2011 21:27