Sport

Norðmaður besti sundmaðurinn í Evrópu í ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alexander Dale Oen.
Alexander Dale Oen. Mynd/Nordic Photos/Getty
Norski sundmaðurinn Alexander Dale Oen hefur verið valinn sundmaður ársins í Evrópu af evrópska sundsambandinu en hann varð í sumar fyrsti Norðmaðurinn sem vinnur gull á HM í sundi.

Dale Oen vann gull í 100 metra bringusundi á HM í Sjanghæ í lok júlí eða aðeins þremur dögum eftir atburðina skelfilegu í miðborg Osló og í Útey. Dale Oen sem er 26 ára vann fyrstu Ólympíuverðlaun Norðmanna í sundi þegar hann tók silfur í sömu grein á Ólympíuleikunum í Peking 2008.

Alexander Dale Oen fékk 31,9 prósent atkvæða í kjörinu en í öðru sæti var Frakkinn Camille Lacourt með 28,9 prósent atkvæða.

Ítalska sundkonan Federica Pellegrini fékk þessi sömu verðlaun hjá konunum en hún hlaut 62.9 prósent atkvæða eða mun meira en breska stelpan Rebecca Adlington og sænska stelpan Therese Alshammar sem komu í næstu sætum.  Pellegrini vann 200 og 400 metra skriðsund á Hm í Sjanghæ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×