Innlent

Dómarinn tók sér frest - farið fram á 4 vikna gæsluvarðhald

Frá Herjólfsdal
Frá Herjólfsdal Mynd/Óskar P. Friðriksson
Gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um nauðgun við salernisaðstöðu á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum rann út klukkan ellefu í  morgun.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi var farið fram á fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna.

Dómarinn tók sér frest þangað til klukkan tíu í fyrramálið til að úrskurða um hvort að maðurinn skuli sæta fjögurra vikna gæsluvarðhaldi. Þangað til verður hann í gæsluvarðhaldi hjá lögreglunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×