Lýðræðið ógn við lýðræðið? Pawel Bartoszek skrifar 5. ágúst 2011 12:30 Nái tillögur stjórnlagaráðs um kosningakerfi fram að ganga mun kjósandi á kjördag standa frammi fyrir kjörseðli sem er svipaður þeim sem notast er við nú, að öðru leyti en því að fyrir neðan listann með frambjóðendum hvers flokks í kjördæminu verður annar listi, svokallaður landslisti, þar sem verður að finna frambjóðendur flokksins á landsvísu. Þannig munu allir landsmenn geta lýst skoðun sinni á helstu leiðtogum flokkanna og kosið frambjóðendur sem búsettir eru utan þeirra kjördæmis, bjóði þeir sig fram á landslista. Einfalt eða einfaldlega flókið?Næstum því öll kosningakerfi eru sögð vera flókin. Í dag notast Íslendingar við endurteknar D'Hondt-reglur til að reikna út þingstyrk, gráðugan algóriþma til að reikna út jöfnunarþingsæti og einhvers konar Borda-aðferð til að reikna út hver eigi sitja á þingi. Samanborið við þetta er það kosningakerfi sem stjórnlagaráð leggur til talsvert einfaldara. Jöfnunarsætahringekjan er úr sögunni. Reglurnar um uppgjör „breyttra kjörseðla" eru mun einfaldari. Kjósendur sem vilja hafa áhrif á hvaða frambjóðendur veljast til þingsetu krossa við nöfn í stað þess að fara í einhvern númeringar- og útstrikunarleik. Eftir sem áður munu kjósendur geta mætt í kjörklefann og merkt við einn lista og líklegt er að flestir kjósendur nýti sér þann kost, til að byrja með. Stjórnmálaflokkar veiktir?Eitt helsta einkenni tillagna stjórnlagaráðs er að kjósendur munu ráða öllu um hvaða frambjóðendur flokkanna ná kjöri. Þetta er töluverð breyting frá því sem nú er þar sem listar flokkanna eru raðaðir fyrirfram. Stuðningsmenn persónukjörs vonast gjarnan til að með því verði auðveldara að losa sig við vonlausa þingmenn auk þess sem flokksræðið muni minnka. Andstæðingarnir benda á móti á að flokksagi sé ekki af hinu vonda, heldur auki stjórnarfestu, persónukjör geti leitt til sundrungar innan flokka og haft neikvæð áhrif á kjörsókn. Í stuttu máli virðist sem jafnt stuðningsmenn sem andstæðingar persónukjörs ofmeti áhrif þess á gangverk stjórnmálanna. Samkvæmt rannsókn Lauri Karvonen frá 2004 virðist ekki sem persónukjör hafi marktæk áhrif á pólitískan stöðugleika, endurnýjun meðal þingmanna, flokksaga, fylgissveiflur eða kosningaþátttöku. Endurnýjun meðal þingmanna er t.d. meiri á Íslandi en í Finnlandi, sem býr við fullt persónukjör. Flokksagi á Írlandi, þar sem kjósendur geta valið frambjóðendur þvert á flokka, er mjög mikill. Hér ber auðvitað að hafa í huga að lönd eru ólík, kosningar tiltölulega sjaldgæfar og því ekki oft sem unnt er að álykta hluti með tölfræðilegri vissu. Hins vegar verður ekki séð að sú fullyrðing að það að kjósendur en ekki flokkar ráði uppröðun framboðslista sé sérstök ógn við lýðræðið eigi við sérstök rök að styðjast. Mörg nágrannalanda okkar búa við slíka tilhögun. Að auki má nefna að að flestir stærstu stjórnmálaflokkar landsins velja framboðslista sína í prófkjörum, sem eru ákveðin útgáfa persónukjörs. Hafi persónukjör innan flokka slæm áhrif á lýðræðið, þá eru þau slæmu áhrif í það minnsta löngu komin fram. Sveiflur minnka?Í tillögum stjórnlagaráðs er opnað á þann möguleika að kjósendur geti valið frambjóðendur af listum fleiri en eins flokks. Á það hefur verið bent að slíkt fyrirkomulag geti dregið úr sveiflum milli stjórnmálaflokka. Hér er um ágæta ábendingu að ræða, til dæmis virðist sem sveiflur í Sviss, þar sem slíkar hlaðborðskosningar eru notaðar séu vissulega tiltölulega litlar. Hér er þó rétt að hafa í huga að rannsóknir í þessum efnum virðast torfundnar. Í ljósi alls þessa ákvað Stjórnlagaráð að rétt væri að fela þinginu úrslitavald um hvort kosningar þvert á lista væru leyfðar, þótt svo að meirihluti ráðsmanna hafi haft þá skoðun að svo ætti vera. Meginmarkmið Stjórnlagaráðs í kosningamálum voru að jafna vægi atkvæða og að auka val kjósenda um það hverjir sætu á þingi. Um leið var reynt að tryggja að öll svæði og bæði kyn ættu sér fulltrúa meðal þingmanna. Kosningatillögur Stjórnlagaráðs endurspegla þessar áherslur. Hefði Stjórnlagaráð viljað ýkja upp fylgissveiflur og stuðla að eins flokks ríkisstjórnum þá hefði ráðið lagt til aðra leið. Landinu hefði þá verið skipt upp í 63 einmenningskjördæmi að breskri og bandarískri fyrirmynd. Sú leið var ekki farin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Nái tillögur stjórnlagaráðs um kosningakerfi fram að ganga mun kjósandi á kjördag standa frammi fyrir kjörseðli sem er svipaður þeim sem notast er við nú, að öðru leyti en því að fyrir neðan listann með frambjóðendum hvers flokks í kjördæminu verður annar listi, svokallaður landslisti, þar sem verður að finna frambjóðendur flokksins á landsvísu. Þannig munu allir landsmenn geta lýst skoðun sinni á helstu leiðtogum flokkanna og kosið frambjóðendur sem búsettir eru utan þeirra kjördæmis, bjóði þeir sig fram á landslista. Einfalt eða einfaldlega flókið?Næstum því öll kosningakerfi eru sögð vera flókin. Í dag notast Íslendingar við endurteknar D'Hondt-reglur til að reikna út þingstyrk, gráðugan algóriþma til að reikna út jöfnunarþingsæti og einhvers konar Borda-aðferð til að reikna út hver eigi sitja á þingi. Samanborið við þetta er það kosningakerfi sem stjórnlagaráð leggur til talsvert einfaldara. Jöfnunarsætahringekjan er úr sögunni. Reglurnar um uppgjör „breyttra kjörseðla" eru mun einfaldari. Kjósendur sem vilja hafa áhrif á hvaða frambjóðendur veljast til þingsetu krossa við nöfn í stað þess að fara í einhvern númeringar- og útstrikunarleik. Eftir sem áður munu kjósendur geta mætt í kjörklefann og merkt við einn lista og líklegt er að flestir kjósendur nýti sér þann kost, til að byrja með. Stjórnmálaflokkar veiktir?Eitt helsta einkenni tillagna stjórnlagaráðs er að kjósendur munu ráða öllu um hvaða frambjóðendur flokkanna ná kjöri. Þetta er töluverð breyting frá því sem nú er þar sem listar flokkanna eru raðaðir fyrirfram. Stuðningsmenn persónukjörs vonast gjarnan til að með því verði auðveldara að losa sig við vonlausa þingmenn auk þess sem flokksræðið muni minnka. Andstæðingarnir benda á móti á að flokksagi sé ekki af hinu vonda, heldur auki stjórnarfestu, persónukjör geti leitt til sundrungar innan flokka og haft neikvæð áhrif á kjörsókn. Í stuttu máli virðist sem jafnt stuðningsmenn sem andstæðingar persónukjörs ofmeti áhrif þess á gangverk stjórnmálanna. Samkvæmt rannsókn Lauri Karvonen frá 2004 virðist ekki sem persónukjör hafi marktæk áhrif á pólitískan stöðugleika, endurnýjun meðal þingmanna, flokksaga, fylgissveiflur eða kosningaþátttöku. Endurnýjun meðal þingmanna er t.d. meiri á Íslandi en í Finnlandi, sem býr við fullt persónukjör. Flokksagi á Írlandi, þar sem kjósendur geta valið frambjóðendur þvert á flokka, er mjög mikill. Hér ber auðvitað að hafa í huga að lönd eru ólík, kosningar tiltölulega sjaldgæfar og því ekki oft sem unnt er að álykta hluti með tölfræðilegri vissu. Hins vegar verður ekki séð að sú fullyrðing að það að kjósendur en ekki flokkar ráði uppröðun framboðslista sé sérstök ógn við lýðræðið eigi við sérstök rök að styðjast. Mörg nágrannalanda okkar búa við slíka tilhögun. Að auki má nefna að að flestir stærstu stjórnmálaflokkar landsins velja framboðslista sína í prófkjörum, sem eru ákveðin útgáfa persónukjörs. Hafi persónukjör innan flokka slæm áhrif á lýðræðið, þá eru þau slæmu áhrif í það minnsta löngu komin fram. Sveiflur minnka?Í tillögum stjórnlagaráðs er opnað á þann möguleika að kjósendur geti valið frambjóðendur af listum fleiri en eins flokks. Á það hefur verið bent að slíkt fyrirkomulag geti dregið úr sveiflum milli stjórnmálaflokka. Hér er um ágæta ábendingu að ræða, til dæmis virðist sem sveiflur í Sviss, þar sem slíkar hlaðborðskosningar eru notaðar séu vissulega tiltölulega litlar. Hér er þó rétt að hafa í huga að rannsóknir í þessum efnum virðast torfundnar. Í ljósi alls þessa ákvað Stjórnlagaráð að rétt væri að fela þinginu úrslitavald um hvort kosningar þvert á lista væru leyfðar, þótt svo að meirihluti ráðsmanna hafi haft þá skoðun að svo ætti vera. Meginmarkmið Stjórnlagaráðs í kosningamálum voru að jafna vægi atkvæða og að auka val kjósenda um það hverjir sætu á þingi. Um leið var reynt að tryggja að öll svæði og bæði kyn ættu sér fulltrúa meðal þingmanna. Kosningatillögur Stjórnlagaráðs endurspegla þessar áherslur. Hefði Stjórnlagaráð viljað ýkja upp fylgissveiflur og stuðla að eins flokks ríkisstjórnum þá hefði ráðið lagt til aðra leið. Landinu hefði þá verið skipt upp í 63 einmenningskjördæmi að breskri og bandarískri fyrirmynd. Sú leið var ekki farin.