Hvernig landið liggur: Taka tvö Þorvaldur Gylfason skrifar 13. janúar 2011 06:00 Í síðustu viku dró ég saman hér á þessum stað helztu sjónarmið þjóðkjörinna fulltrúa á stjórnlagaþingi um stjórnskipunarmál eins og þeir lýstu þeim sjálfir í svörum við spurningum DV í nóvember. Gagnlegt er fyrir fólkið í landinu að þekkja sjónarmið kjörinna fulltrúa sinna, enda virðast þau líkleg til að enduróma í tillögum stjórnlagaþingsins um breytingar á stjórnarskránni. Af 25 kjörnum fulltrúum svöruðu 23 spurningum DV, tveir svöruðu ekki.Fulltrúar og frambjóðendur Svör fulltrúanna eru býsna fróðleg og vísa á ríkan vilja til breytinga. Nítján fulltrúar telja nauðsynlegt að breyta stjórnarskránni, þrír sjá litla þörf fyrir breytingar, og einn er hlutlaus. Svör frambjóðendahópsins við spurningum DV (444 frambjóðendur af 522 eða 85% svöruðu spurningunum) eru svo að segja hin sömu og svör fulltrúanna. Níu frambjóðendur af hverjum tíu eru hlynntir breytingum á stjórnarskránni, en einn af hverjum tólf telur litla eða enga þörf á breytingum. Skoðanir fulltrúanna á einstökum stjórnskipunarmálum ríma einnig vel við skoðanir frambjóðenda án nokkurra umtalsverðra frávika. Tökum dæmi. Tuttugu fulltrúar eru hlynntir jöfnu vægi atkvæða óháð búsetu, tveir eru andvígir, og einn er hlutlaus. Í hópi frambjóðenda eru 82% hlynnt jöfnu vægi atkvæða óháð búsetu, 10% eru andvíg, og 7% eru hlutlaus. Þetta er svo að segja sama skipting. Fjórtán fulltrúar eru hlynntir því, að landið sé eitt kjördæmi, fimm eru andvígir og fjórir hlutlausir. Í hópi frambjóðendanna eru 71% hlynnt einu kjördæmi, 17% eru andvíg og 12% hlutlaus. Sextán fulltrúar eru hlynntir persónukjöri í Alþingiskosningum, en þrír eru andvígir og fjórir hlutlausir. Meðal frambjóðendanna eru 79% hlynnt persónukjöri, 10% eru andvíg, og 10% sitja hjá. Samhljómurinn er skýr.Fulltrúar og almenningur DV bauð almenningi einnig að svara sömu spurningum á vefmiðlinum dv.is, sem um 180.000 notendur heimsækja í hverri viku. Um 34.000 svör bárust fyrir kjördag svo sem DV greindi frá 26. nóvember 2010. Svör almennings, eða réttar sagt svör lesenda dv.is, ríma vel við svör fulltrúanna og frambjóðendanna. Þarf að breyta stjórnarskránni? Já, segja 65%. Nei, segja 17%, og 18% sitja hjá. (Capacent tók púlsinn á þjóðinni um líkt leyti og fékk mjög svipuð svör.) Á atkvæðisrétturinn að vera jafn óháð búsetu? Já, segja 72%. Nei, segja 17%, og 11% sitja hjá. Á landið að vera eitt kjördæmi? Já, segja 68%. Nei, segja 23%, og 10% sitja hjá. Persónukjör frekar en listakjör? Já, segja 74%. Nei, segja 12%, og 13% sitja hjá. Á að fækka þingmönnum? Já, segja 57%. Nei, segja 30%, og 13% sitja hjá. Þetta eru svo að segja sömu hlutföll og meðal frambjóðenda. Meðal kjörnu fulltrúanna vilja 14 fækka þingmönnum, sjö vilja það ekki, og tveir eru hlutlausir. Þetta getur varla skýrara verið. Skoðanir kjörinna fulltrúa á stjórnskipunarmálum spegla skoðanir frambjóðendahópsins í heild og þá um leið skoðanir fólksins í landinu eins og þær birtast í könnun DV og einnig á þjóðfundinum í október. Þessar staðreyndir dæma ómerkar allar tilraunir til að gera lítið úr lýðræðislegu umboði stjórnlagaþingsins með vísan til 37% kjörsóknar eða annarra atriða. Á fimmtudaginn kemur mun ég gera nánari grein fyrir málinu í opinberum hádegisfyrirlestri í hátíðasal Háskóla Íslands kl. 12-13 og svara spurningum úr sal. Allir velkomnir.Stjórnlög og lýðræði Hinn ríki samhljómur milli skoðana kjörinna fulltrúa á stjórnlagaþingi, frambjóðendahópsins í heild og almennings á stjórnskipunarmálum vekur brennandi spurningu. Hverju sætir það, að stjórnarskráin stangast nú á við þjóðarviljann eins og hann birtist í könnun DV? Kannski tók þjóðin sinnaskiptum eftir hrun. Kannski gerir hún sér gömlu leikreglurnar ekki lengur að góðu. En kannski var þjóðin sama sinnis fyrir hrun, en undi við afleita stjórnarhætti, þar eð efnahagsástandið virtist eigi að síður gott. Og kannski náði vilji þjóðarinnar einfaldlega ekki fram að ganga á vettvangi stjórnmálaflokkanna vegna misvægis atkvæða eftir búsetu meðal annars. Hér er efni í aðra grein. Vandinn er ekki nýr. Skoðanakannanir hafa sýnt, að meiri hluti þjóðarinnar hefur árum saman verið andvígur fiskveiðistjórnarkerfinu, en það stendur þó enn óbreytt í megindráttum. Könnun DV leiðir í ljós, að yfirgnæfandi hluti kjörinna fulltrúa, frambjóðenda og fólksins í landinu er hlynntur því, að eignarhald þjóðarinnar á náttúruauðlindum sé bundið í stjórnarskrá, þótt seint sé. Þegar allt þetta er haft í huga, má ljóst vera, að mikil ábyrgð hvílir á stjórnlagaþinginu, sem kemur saman um miðjan febrúar. Þung ábyrgð hvílir einnig á Alþingi, sem mun þurfa að ákveða, hvernig farið verður með tillögur stjórnlagaþingsins, þegar þær líta dagsins ljós. Ekki er við öðru að búast en tillögurnar spegli og virði sameiginlegan meirihlutavilja þjóðkjörinna fulltrúa á stjórnlagaþingi, annarra frambjóðenda og fólksins í landinu í ljósi lifandi rökræðna og skoðanaskipta innan þingsins og úti meðal fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Í síðustu viku dró ég saman hér á þessum stað helztu sjónarmið þjóðkjörinna fulltrúa á stjórnlagaþingi um stjórnskipunarmál eins og þeir lýstu þeim sjálfir í svörum við spurningum DV í nóvember. Gagnlegt er fyrir fólkið í landinu að þekkja sjónarmið kjörinna fulltrúa sinna, enda virðast þau líkleg til að enduróma í tillögum stjórnlagaþingsins um breytingar á stjórnarskránni. Af 25 kjörnum fulltrúum svöruðu 23 spurningum DV, tveir svöruðu ekki.Fulltrúar og frambjóðendur Svör fulltrúanna eru býsna fróðleg og vísa á ríkan vilja til breytinga. Nítján fulltrúar telja nauðsynlegt að breyta stjórnarskránni, þrír sjá litla þörf fyrir breytingar, og einn er hlutlaus. Svör frambjóðendahópsins við spurningum DV (444 frambjóðendur af 522 eða 85% svöruðu spurningunum) eru svo að segja hin sömu og svör fulltrúanna. Níu frambjóðendur af hverjum tíu eru hlynntir breytingum á stjórnarskránni, en einn af hverjum tólf telur litla eða enga þörf á breytingum. Skoðanir fulltrúanna á einstökum stjórnskipunarmálum ríma einnig vel við skoðanir frambjóðenda án nokkurra umtalsverðra frávika. Tökum dæmi. Tuttugu fulltrúar eru hlynntir jöfnu vægi atkvæða óháð búsetu, tveir eru andvígir, og einn er hlutlaus. Í hópi frambjóðenda eru 82% hlynnt jöfnu vægi atkvæða óháð búsetu, 10% eru andvíg, og 7% eru hlutlaus. Þetta er svo að segja sama skipting. Fjórtán fulltrúar eru hlynntir því, að landið sé eitt kjördæmi, fimm eru andvígir og fjórir hlutlausir. Í hópi frambjóðendanna eru 71% hlynnt einu kjördæmi, 17% eru andvíg og 12% hlutlaus. Sextán fulltrúar eru hlynntir persónukjöri í Alþingiskosningum, en þrír eru andvígir og fjórir hlutlausir. Meðal frambjóðendanna eru 79% hlynnt persónukjöri, 10% eru andvíg, og 10% sitja hjá. Samhljómurinn er skýr.Fulltrúar og almenningur DV bauð almenningi einnig að svara sömu spurningum á vefmiðlinum dv.is, sem um 180.000 notendur heimsækja í hverri viku. Um 34.000 svör bárust fyrir kjördag svo sem DV greindi frá 26. nóvember 2010. Svör almennings, eða réttar sagt svör lesenda dv.is, ríma vel við svör fulltrúanna og frambjóðendanna. Þarf að breyta stjórnarskránni? Já, segja 65%. Nei, segja 17%, og 18% sitja hjá. (Capacent tók púlsinn á þjóðinni um líkt leyti og fékk mjög svipuð svör.) Á atkvæðisrétturinn að vera jafn óháð búsetu? Já, segja 72%. Nei, segja 17%, og 11% sitja hjá. Á landið að vera eitt kjördæmi? Já, segja 68%. Nei, segja 23%, og 10% sitja hjá. Persónukjör frekar en listakjör? Já, segja 74%. Nei, segja 12%, og 13% sitja hjá. Á að fækka þingmönnum? Já, segja 57%. Nei, segja 30%, og 13% sitja hjá. Þetta eru svo að segja sömu hlutföll og meðal frambjóðenda. Meðal kjörnu fulltrúanna vilja 14 fækka þingmönnum, sjö vilja það ekki, og tveir eru hlutlausir. Þetta getur varla skýrara verið. Skoðanir kjörinna fulltrúa á stjórnskipunarmálum spegla skoðanir frambjóðendahópsins í heild og þá um leið skoðanir fólksins í landinu eins og þær birtast í könnun DV og einnig á þjóðfundinum í október. Þessar staðreyndir dæma ómerkar allar tilraunir til að gera lítið úr lýðræðislegu umboði stjórnlagaþingsins með vísan til 37% kjörsóknar eða annarra atriða. Á fimmtudaginn kemur mun ég gera nánari grein fyrir málinu í opinberum hádegisfyrirlestri í hátíðasal Háskóla Íslands kl. 12-13 og svara spurningum úr sal. Allir velkomnir.Stjórnlög og lýðræði Hinn ríki samhljómur milli skoðana kjörinna fulltrúa á stjórnlagaþingi, frambjóðendahópsins í heild og almennings á stjórnskipunarmálum vekur brennandi spurningu. Hverju sætir það, að stjórnarskráin stangast nú á við þjóðarviljann eins og hann birtist í könnun DV? Kannski tók þjóðin sinnaskiptum eftir hrun. Kannski gerir hún sér gömlu leikreglurnar ekki lengur að góðu. En kannski var þjóðin sama sinnis fyrir hrun, en undi við afleita stjórnarhætti, þar eð efnahagsástandið virtist eigi að síður gott. Og kannski náði vilji þjóðarinnar einfaldlega ekki fram að ganga á vettvangi stjórnmálaflokkanna vegna misvægis atkvæða eftir búsetu meðal annars. Hér er efni í aðra grein. Vandinn er ekki nýr. Skoðanakannanir hafa sýnt, að meiri hluti þjóðarinnar hefur árum saman verið andvígur fiskveiðistjórnarkerfinu, en það stendur þó enn óbreytt í megindráttum. Könnun DV leiðir í ljós, að yfirgnæfandi hluti kjörinna fulltrúa, frambjóðenda og fólksins í landinu er hlynntur því, að eignarhald þjóðarinnar á náttúruauðlindum sé bundið í stjórnarskrá, þótt seint sé. Þegar allt þetta er haft í huga, má ljóst vera, að mikil ábyrgð hvílir á stjórnlagaþinginu, sem kemur saman um miðjan febrúar. Þung ábyrgð hvílir einnig á Alþingi, sem mun þurfa að ákveða, hvernig farið verður með tillögur stjórnlagaþingsins, þegar þær líta dagsins ljós. Ekki er við öðru að búast en tillögurnar spegli og virði sameiginlegan meirihlutavilja þjóðkjörinna fulltrúa á stjórnlagaþingi, annarra frambjóðenda og fólksins í landinu í ljósi lifandi rökræðna og skoðanaskipta innan þingsins og úti meðal fólksins.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun