Viðskipti erlent

Mikill þrýstingur á að opna ný olíusvæði í Noregi

Mikill þrýstingur er nú á norsk stjórnvöld að þau opni ný svæði til olíuleitar á norska landgrunninu. Landssamtök olíuiðnaðarins í Noregi (OLF) krefjast þess að Stórþingið taki málið á dagskrá.

Í frétt um málið á vefsíðunni offshore.no er greint frá nýju mati norska Olíuráðsins um olíuvinnsluna þar í landi á næstu árum sem kynnt var í vikunni. Samkvæmt því hefur áætlað magn óunninnar olíu á norska landgrunninu minnkað um 20% frá síðasta mati. Þá minnkaði framleiðslan á olíu og gasi á síðasta ári þrátt fyrir að iðnaðurinn keyrði á fullum afköstum.

Alfred Nordgård einn af leiðtogum OLF segir að olíuframleiðsla Norðmanna hafi minnkað um 40% frá því að hún náði toppinum fyrir áratug síðan. Sú þróun ætti að vera alvarleg aðvörun fyrir norska ráðamenn.

„Til að tryggja áframhaldandi vinnslu og þróun í olíuiðnaðinum verður olíugeirinn að fá aðgang að nýjum leitarsvæðum," segir Nordgård. „Aðgangur að svæðunum fyrir utan Lofoten og Vesterålen er það sem iðnaðurinn þarfnast til að byrja með."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×