Lífið

Finnst Rihanna vond fyrirmynd

Will Young vill meina að framkoma Rihönnu í myndböndum og á tónleikum sé of kynferðisleg og niðrandi fyrir konur.
Will Young vill meina að framkoma Rihönnu í myndböndum og á tónleikum sé of kynferðisleg og niðrandi fyrir konur.
Breski söngvarinn Will Young er ekki par ánægður með poppsöngkonuna Rihönnu og telur hana ekki vera góða fyrirmynd fyrir konur. Þessu uppljóstraði Young, sem vann raunveruleikakeppnina Idol í Bretlandi árið 2002, upp í viðtali við sjónvarpsþáttinn The Jo Whiley Music Show.

„Ég er femínisti og finnst það sem Rihanna gerir ekki vera konum til framdráttar. Hún er mjög kynferðisleg," segir Young og bætir við að Rihanna eigi það til að vera kynferðisleg í myndböndum og þegar hún kemur fram á tónleikum en á þann hátt að það er niðrandi fyrir konur.

„Það eru allir að leika sama leikinn í poppbransanum en öðrum tekst betur til. Til dæmis finnst mér Lady Gaga vera mun áhugaverðari," segir Young en Rihanna var nýlega valin kynþokkafyllsta kona heims af tímaritinu Esquire.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×