Láttu ekki smámálin ergja þig Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar 21. janúar 2011 05:00 Við tiltekt í bókaskápnum um daginn fann ég bók sem einhver hefur gefið mér fyrir nokkrum árum síðan. Ég veit að ég keypti hana ekki sjálf, því þetta er sjálfshjálparbók og slíkar bækur eiga ekki neitt sérstaklega upp á pallborðið hér. Það var titill bókarinnar sem varð til þess að ég veitti henni athygli þá og nú, þó hún hafi aldrei verið lesin. Já, titill pistilsins er líka titill bókarinnar. Það er hálfgerð þjóðaríþrótt að finna að öllu milli himins og jarðar. Hægt er að kvarta yfir ótrúlegustu hlutum. Ég leyfi mér að fullyrða að undanfarin ár hafi ómældur tími farið í kvart yfir því sem var, því sem er og því sem verður. Ef ekki er verið að tala um hverjir settu landið á hausinn er talað um þau sem nú stjórna landinu og hvernig bæði niðurskurður og skuldir muni koma niður á okkur í framtíðinni. Misskiljið ekki, margt af þessu er mjög réttmætt og þarft. Ég hélt bara að hægt væri að stíga aðeins til baka og líta á heildarmyndina, svona eftir allt sem dunið hefur á okkur. Að við hefðum allavega lært hvað það er sem skiptir máli. Og í mörgu hefur þetta tekist. En það virðist líka sem hér hafi skapast undarlegt umburðarlyndi gagnvart öllu mögulegu ergelsi, litlu sem stóru. Gott dæmi um þetta er ergelsi fólks vegna breytinga á sorphirðunni í höfuðborginni. Þar er niðurskurður og hagræðing á dagskránni eins og alls staðar. Í stóru myndinni skiptir það samt ekki nokkru einasta máli þó að ruslið verði sótt á tíu daga fresti en ekki sjö, og að fólk þurfi að fara með ruslatunnurnar sínar að götunni. Þvert á móti þykir þetta hið eðlilegasta mál víða um hinn vestræna heim, enda litið svo á að það sé bara hluti af þátttöku í samfélagi. Fólk fer með tunnurnar og sækir þær aftur seinna sama dag. Flókið? Það er nóg af stórmálum í okkar samfélagi sem hægt er að einbeita sér að því að kvarta yfir. Niðurskurður á heilbrigðisstofnunum er stórmál. Handtökur bankamanna eru stórmál. Fiskveiðistjórnun er stórmál og Evrópusambandsaðild er stórmál. Í stóra samhenginu er það að fara með ruslatunnuna sína út á götu á tíu daga fresti alls ekki stórmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Þórunn Elísabet Bogadóttir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun
Við tiltekt í bókaskápnum um daginn fann ég bók sem einhver hefur gefið mér fyrir nokkrum árum síðan. Ég veit að ég keypti hana ekki sjálf, því þetta er sjálfshjálparbók og slíkar bækur eiga ekki neitt sérstaklega upp á pallborðið hér. Það var titill bókarinnar sem varð til þess að ég veitti henni athygli þá og nú, þó hún hafi aldrei verið lesin. Já, titill pistilsins er líka titill bókarinnar. Það er hálfgerð þjóðaríþrótt að finna að öllu milli himins og jarðar. Hægt er að kvarta yfir ótrúlegustu hlutum. Ég leyfi mér að fullyrða að undanfarin ár hafi ómældur tími farið í kvart yfir því sem var, því sem er og því sem verður. Ef ekki er verið að tala um hverjir settu landið á hausinn er talað um þau sem nú stjórna landinu og hvernig bæði niðurskurður og skuldir muni koma niður á okkur í framtíðinni. Misskiljið ekki, margt af þessu er mjög réttmætt og þarft. Ég hélt bara að hægt væri að stíga aðeins til baka og líta á heildarmyndina, svona eftir allt sem dunið hefur á okkur. Að við hefðum allavega lært hvað það er sem skiptir máli. Og í mörgu hefur þetta tekist. En það virðist líka sem hér hafi skapast undarlegt umburðarlyndi gagnvart öllu mögulegu ergelsi, litlu sem stóru. Gott dæmi um þetta er ergelsi fólks vegna breytinga á sorphirðunni í höfuðborginni. Þar er niðurskurður og hagræðing á dagskránni eins og alls staðar. Í stóru myndinni skiptir það samt ekki nokkru einasta máli þó að ruslið verði sótt á tíu daga fresti en ekki sjö, og að fólk þurfi að fara með ruslatunnurnar sínar að götunni. Þvert á móti þykir þetta hið eðlilegasta mál víða um hinn vestræna heim, enda litið svo á að það sé bara hluti af þátttöku í samfélagi. Fólk fer með tunnurnar og sækir þær aftur seinna sama dag. Flókið? Það er nóg af stórmálum í okkar samfélagi sem hægt er að einbeita sér að því að kvarta yfir. Niðurskurður á heilbrigðisstofnunum er stórmál. Handtökur bankamanna eru stórmál. Fiskveiðistjórnun er stórmál og Evrópusambandsaðild er stórmál. Í stóra samhenginu er það að fara með ruslatunnuna sína út á götu á tíu daga fresti alls ekki stórmál.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun