Viðskipti erlent

Misskipting auðs aldrei verið meiri í Bandarikjunum

Munurinn á eignum hvítra manna og fólks af öðrum kynþáttum hefur aldrei verið meiri í Bandaríkjunum síðan mælingar á þessu mun hófust fyrir aldarfjórðungi.

Þetta kemur fram í nýjum tölum frá hagstofu Bandaríkjanna. Tölurnar sína að hrein eign hvítra manna í Bandaríkjunum er að jafnaði tuttugu falt meiri en hrein eign blökkumanna og átján falt meiri en hrein eign fólks af latneskum uppruna. Fólk upprunnið í Asíu hinsvegar er eignameira en munu á eignum þess og hvítra er innan við tvöfaldur.

Hagstofan hóf að mæla þennan mun árið 1984 og þá reyndust hinir hvítu að jafnaði eiga tólffalt meiri eignir en blökkumenn og fólk af öðrum kynþáttum.

Vegna langvarandi kreppu í Bandaríkjunum hefur bilið á milli þessarar hópa aukist stöðugt á síðustu árum. Sem dæmi má nefna að árið 1995 voru eignir hvítra manna að jafnaði sjö sinnum meiri en eignir blökkumanna. Þá hafði aukinn hagvöxtur gert það að verkum að fjöldi blökkumanna komst í millistétt hvað tekjur og afkomu varðar.  Kreppan hefur hinsvegar snúið þessari þróun við og kemur harðast niður á fólki af öðrum kynþáttum en hvítum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×