Leikkonan Eva Longoria er byrjuð með litla bróður vinkonu sinnar Penelope Cruz, Eduardo Cruz. Longoria staðfestir þetta í viðtali við spænska Vanity Fair þar sem hún talar einnig opinskátt um skilnað sinn við körfuboltakappann Tony Parker í fyrra. Hún leggur áherslu á að hún sé ekki reið Parker þó að framhjáhald hans hafi verið ein af orsökunum skilnaðarins.
„Það var ástæða fyrir því að ég varð ástfangin og gifti mig, ég hafði trú á sambandinu. Það er engin ástæða fyrir því að vera bitur og missa trúna á sambandi.“ Longoria bætir svo við að hún sé heppin að hafa fundið Edu, eins og hún kallar nýja kærastann, en hann er tíu árum yngri en leikkonan.
Byrjuð með bróður Cruz
