Innlent

Gerð verði löggæsluáætlun fyrir Ísland

Mynd/Pjetur
Lögð hefur verið fram á Alþingi þingsályktunartillaga um grundvallarskilgreiningar löggæslu hér á landi og gerð löggæsluáætlunar fyrir Ísland. Framlagning tillögunnar miðar að því að skilgreina eðli og umfang lögreglustarfsins auk þess að skilgreina ítarlega þau verkefni sem lögreglu er ætlað að sinna og hver kostnaður ríkissjóðs er af störfum lögreglu hverju sinni.

Tólf þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks leggja fram tillöguna en fyrsti flutningsmaður hennar er Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins.

Að mati flutningsmanna mun tillagan, verði hún samþykkt, varpa ljósi á raunverulegan rekstrarkostnað löggæslu á Íslandi. „Einnig geti samþykkt hennar komið í veg fyrir illa eða lítt ígrundaðar ákvarðanir í þessum mikilvæga málaflokki sem m.a. hafa birst í stofnun nýrra embætta og stofnana, sem og niðurlagningu þessara sömu embætta og stofnana einhverjum árum síðar allt eftir geðþótta kjörinna þingmanna og ráðherra eða fjárhag ríkisins hverju sinni. Það hlýtur því að vera farsælt skref að stíga að hefja þá vinnu sem lögð er til svo að unnt sé að átta sig betur á raunverulegum rekstrarkostnaði við það að halda uppi öryggi í okkar herlausa landi.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×