Innlent

Tekist á um kvótakerfið

Tilraun ríkisstjórnarinnar til að umbylta kvótakerfinu hófst á alþingi í dag. Stjórnarandstaðan gagnrýndi að hækkun veiðigjaldsins rynni ekki óskipt aftur til landsbyggðar og knappan tíma til afgreiðslu málsins en stjórnarliðar sögðu nægan tíma til stefnu.

Stjórnvöld ætla að bylta hinu umdeilda kvótakerfi í tveimur skrefum, fyrsta skrefið var stigið á Alþingi í dag þegar sjávarútvegsráðherra mælti fyrir minna frumvarpinu. Í því eru í raun bráðabirgðabreytingar sem í raun falla svo um sjálfar sig þegar og ef stærra frumvarpið verður samþykkt á þingi. Þessar minni breytingar eru meðal annars umtalsvert meiri byggðakvóti, aukinn strandveiðikvóti og 70 prósenta hækkun á veiðigjaldinu.

Einar K. Guðfinsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, sagði að ef orkugeirinn yrði látinn borga samskonar auðlindagjald yrði þetta niðurstaðan: „Að Landsvirkjun myndi greiða í sambærilegt gjald 6,6 milljarða króna."

Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokkformaður Framsóknarflokksins, sagði frumvarpið fela í sér landsbyggðarskatt. Þá sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokki, brýnt fyrir Alþingi að vanda til verka þegar kæmi að breytingum á kvótakerfinu. „Það er auðvitað augljóst að sjö dagar sem eftir eru að þessu þingi mun ekki nægja til þess að vinna þetta með vönduðum hætti."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×