Innlent

Jón mælir fyrir minna kvótafrumvarpinu

Nú rétt fyrir hádegið náði Jón Bjarnason, sjávarútvegsráðherra, að mæla fyrir minna kvótafrumvarpinu, eftir að lungi þingfundar í morgun hafði farið í að ræða hvort halda eigi kvöldfund eða ekki.

Þingmenn fóru tuttugu og tvisvar sinnu í pontu til að ræða það hvort skynsamlegt væri að halda fund í kvöld svo ræða megi kvótafrumvörpin. Stjórnarandstaðan gagnrýndi að málin væru seint fram komin, málið vanbúið og kvöldfundir lítt fjölskylduvænir. Stjórnarþingmenn sögðu það hins vegar hafa tíðkast um langa hríð að halda slíka fundi á lokadögum þingsins.

Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, sakaði stjórnarandstöðuna um hagsmunagæslu dauðans fyrir kvótaeigendur með andstöðu þeirra við kvöldfundi - Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokki, benti hins vegar á að aðeins sjö virkir þingdagar væru eftir til að ræða þetta stóra mál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×