Innlent

Umboðsmaður Alþingis snuprar biskup fyrir stöðuveitingu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tryggvi Gunnarsson er Umboðsmaður Alþingis.
Tryggvi Gunnarsson er Umboðsmaður Alþingis.
Umboðsmaður Alþingis telur að annmarkar hafi verið á skipan prests við Garðaprestakall á dögunum. Hann telur þó ólíklegt að annmarkarnir leiði til ógildingar á ákvörðuninni og að það sé dómstóla að fjalla um hugsanlega bótaábyrgð.

Biskup Íslands skipaði í embættið eftir umsögn frá valnefnd í prestakallinu. Í úrskurði sínum komst Umboðsmaður Alþingis að þeirri niðurstöðu að biskup Íslands hafi ekki sýnt fram á að heildstæður samanburður hafi farið fram á tveimur umsóknum um embætti prests við prestakallið þannig að það samræmist grundvallarreglum í stjórnsýslurétti um undirbúning stöðuveitingar og mat á hæfni umsækjenda.

Tveir umsækjendur höfðu sótt um stöðuna og kærði sá sem ekki fékk stöðuna skipanina til Umboðsmanns Alþingis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×