Heiðar Austmann í gjörningi Ragga Kjartans 22. febrúar 2011 11:30 Útvarpsmaðurinn Heiðar Austmann hélt að hann væri lentur í símahrekk þegar Ragnar hringdi í hann. Fréttablaðið/Vilhelm „Þarna mætast vissulega andstæðir heimar en það er á margan hátt tímabært. Að fólk deili með sér í stað þess að deila," segir Ragnar Ísleifur Bragason, einn aðstandenda Leikhúss listamanna. Í kvöld verður annað skemmtikvöldið af sex í Þjóðleikhúskjallaranum undir yfirskriftinni Leikhús listamanna en þar koma ýmsir listamenn fram og fremja gjörninga. Athygli vekur að útvarpsmaðurinn Heiðar Austmann, dagskrárstjóri FM957, er einn þeirra sem koma fram. Hann mun fremja gjörning fyrir Ragnar Kjartansson. „Þegar Ragnar hringdi í mig fyrir helgi var ég viss um að þetta væri símahrekkur. Ég spurði strax hvort Svali og félagar hefðu fengið hann í þetta," segir Heiðar í samtali við Fréttablaðið. Heiðar segir að Ragnar hafi viljað blanda FM957 og honum sjálfum inn í list sína, því sem stöðin og hann standi fyrir. „Hann sagðist hafa hlustað á mig og fannst ég bæði heill og trúr sjálfum mér," segir Heiðar. Hlutverk útvarpsmannsins verður að lesa upp úr Opinberunarbókinni. „Ég á að gera það í FM-stíl, bara eins og ég sé að taka kynningu."Ragnar Kjartansson fer ótroðnar slóðir í listsköpun sinni.Heiðar kveðst vera spenntur fyrir kvöldinu. „Já, já. Þetta verða bara nokkrar mínútur og ég hlakka til að takast á við þetta. Ég hef samt ekki hugmynd um hvernig þetta á eftir að vera. Þetta verður líka fyrir framan fullt af fólki sem ég hef lítil samskipti haft við og mun væntanlega hafa lítil samskipti við í framtíðinni. Svo kemur bara í ljós hvað gerist. Ragnar sagði alla vega að hann gæti hugsað sér að gera meira með þetta, þannig að það er aldrei að vita nema maður verði kominn á stóra svið Borgarleikhússins einhvern daginn," segir Heiðar að endingu, eldhress að vanda. Dagskráin hefst klukkan 21 í kvöld og miðaverð er 1.200 krónur. Auk Heiðars koma fram Kría Brekkan með tónlistaratriði, Ragnar Ísleifur Bragason og Símon Birgisson; Snorri Ásmundsson og Rakel McMahon sem verða með ballettsýningu, Ásdís Sif Gunnarsdóttir sem verður með leikþátt og Saga Sigurðardóttir og fleiri með diskóljóðadans. Kynnir er sem fyrr vinjettuhöfundurinn Ármann Reynisson. hdm@frettabladid.is Lífið Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Fleiri fréttir Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Sjá meira
„Þarna mætast vissulega andstæðir heimar en það er á margan hátt tímabært. Að fólk deili með sér í stað þess að deila," segir Ragnar Ísleifur Bragason, einn aðstandenda Leikhúss listamanna. Í kvöld verður annað skemmtikvöldið af sex í Þjóðleikhúskjallaranum undir yfirskriftinni Leikhús listamanna en þar koma ýmsir listamenn fram og fremja gjörninga. Athygli vekur að útvarpsmaðurinn Heiðar Austmann, dagskrárstjóri FM957, er einn þeirra sem koma fram. Hann mun fremja gjörning fyrir Ragnar Kjartansson. „Þegar Ragnar hringdi í mig fyrir helgi var ég viss um að þetta væri símahrekkur. Ég spurði strax hvort Svali og félagar hefðu fengið hann í þetta," segir Heiðar í samtali við Fréttablaðið. Heiðar segir að Ragnar hafi viljað blanda FM957 og honum sjálfum inn í list sína, því sem stöðin og hann standi fyrir. „Hann sagðist hafa hlustað á mig og fannst ég bæði heill og trúr sjálfum mér," segir Heiðar. Hlutverk útvarpsmannsins verður að lesa upp úr Opinberunarbókinni. „Ég á að gera það í FM-stíl, bara eins og ég sé að taka kynningu."Ragnar Kjartansson fer ótroðnar slóðir í listsköpun sinni.Heiðar kveðst vera spenntur fyrir kvöldinu. „Já, já. Þetta verða bara nokkrar mínútur og ég hlakka til að takast á við þetta. Ég hef samt ekki hugmynd um hvernig þetta á eftir að vera. Þetta verður líka fyrir framan fullt af fólki sem ég hef lítil samskipti haft við og mun væntanlega hafa lítil samskipti við í framtíðinni. Svo kemur bara í ljós hvað gerist. Ragnar sagði alla vega að hann gæti hugsað sér að gera meira með þetta, þannig að það er aldrei að vita nema maður verði kominn á stóra svið Borgarleikhússins einhvern daginn," segir Heiðar að endingu, eldhress að vanda. Dagskráin hefst klukkan 21 í kvöld og miðaverð er 1.200 krónur. Auk Heiðars koma fram Kría Brekkan með tónlistaratriði, Ragnar Ísleifur Bragason og Símon Birgisson; Snorri Ásmundsson og Rakel McMahon sem verða með ballettsýningu, Ásdís Sif Gunnarsdóttir sem verður með leikþátt og Saga Sigurðardóttir og fleiri með diskóljóðadans. Kynnir er sem fyrr vinjettuhöfundurinn Ármann Reynisson. hdm@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Fleiri fréttir Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Sjá meira