Innsent bréf varðandi ástandið á rjúpnastofninum Karl Lúðvíksson skrifar 6. október 2011 09:52 Er refurinn að ganga hart á fuglalíf í kjölfar stækkunar friðlendis? Við höfum fengið þó nokkuð af pósti þar sem menn eru með gott innleg í umræðuna varðandi ástandið á rjúpnastofninum og orsakir þess, hverjar svo sem þær kunna að vera. Margir eru þó á sama máli um að refurinn eigi stærri sök í máli en talið hefur verið. Við fengum meðal annars póst frá Hjalta Þorkelssyni sem eins og margir af þeim sem sendu okkur póst er á þeirri skoðun að tófan sé einn stærsti áhrifavaldurinn í fækkun rjúpna. Við þökkum Hjalta póstinn og hann má lesa hér fyrir neðan: "Sælir. Ég er einn þeirra sem hef nokkuð sterka skoðun á ákvörðunum umhverfisráðherra (núverandi og fyrrverandi), umhverfisstofnunar og veiðimálastofnunar og náttúrustofnunar varðandi rjúpuna og áhrif veiða á stofnstærð hennar. Ég er á því að stærsti áhrifavaldurinn er tófan og afleiðingar á friðun hennar í þjóðgörðum landsins, það hefur orsakað óhóflega fjölgun refs í landinu með tilheyrandi áhrifum á allt fuglalíf til hins verra. Við fórum t.d. í ferð á Hesteyri í byrjun ágúst og það sem sló mig mest var að heyra ekki í einum mófugli eða sjá slíkan fugl þar í kring, slíkt er í hæsta máta óeðlilegt fyrir þann stað, það ætti allt að vera krökt af fugli þarna af öllum tegundum. Staðarhaldari sagði mér þegar ég spurði hann út í þetta og refinn, að hann hefði verið að smíða pall í vor og 3 daga í röð hefði tófa setið í nokkurra metra fjarlægð og fylgst með honum! Finnst fólki það eðlilegt? Einnig hefur maður heyrt ferðamenn sem hafa átt leið á Hornstrandir og víkurnar hér fyrir norðan Rit, Aðalvík austur í Hornvík að sáralítið heyrist í mófugli á þeim slóðum, og refurinn sé svo spakur að hann komi til fólks þegar það tylli sér til að borða nestið sitt, finnst fólki það líka eðlilegt? Ég hef stundað rjúpnaveiðar frá 1980 og hef séð mikla breytingu frá því refurinn var friðaður á Hornströndum, maður sá eina og eina slóð eftir tófu fyrir friðun refsins, en eftir friðun fjölgaði slóðum refsins með hverju árinu og er svo komið hér við Ísafjarðardjúp að slóðir eftir refinn eru á nokkurra metra bili og tófan sést æ oftar í björtu sem er ekki eðlilegt og segir manni að samkeppnin hjá henni um fæðu er orðin gríðarlega mikil vegna fjölda dýra. Refurinn er stærsta orsök fækkunar rjúpu, enda tekur refurinn hana í bælum á nóttinni, maður sér slíkt ansi oft þegar labbað er til rjúpna ummerki refs við rjúpubæli blóð og fiður, síðan leggst hann á hreiðrin á vorið og tekur eggin. Á miðað við þær fréttir sem maður hefur af Reykjanesinu þar sem rjúpan hefur verið friðuð árum saman, og sú friðun hefur engan árangur borið frekar á hinn veginn að rjúpan sést varla ef nokkurn tímann, en refnum hefur fjölgað þar svo um munar segir sína sögu um áhrif refsins. Ég er ekkert að fara inn á áhrif annarra dýra eins og minks sem er skaðvaldur mikill og ætti að útrýma honum hér, og ránfugla læt öðrum eftir að fjalla um þá hlið. Eins og staðan er og hefur verið þá er UST og Náttúrustofnun verstu óvinir Íslenskrar náttúru og þurfa menn þar á bæ að opna augun alveg og það bæði augun og hlusta á veiðimenn landsins en ekki rýna í einhverjar formúlur og tölur og stórauka veiðar á ref þar til jafnvægi er náð aftur í náttúru landsins. Fræðingar sem þarna hafa unnið þurfa að taka til hjá sjálfum sér og viðurkenna þau mistök að friða refinn ef ekkert verður gert í þeim málum þá verður náttúra Íslands setin hungruðum ref sem fer að leita inn í þéttbýli í miklum mæli í ætisleit og allur fugl verður horfinn það væru umhverfisspjöll sem seint yrðu löguð. Heyrði reyndar í starfsmanni á Reykjavíkurflugvelli í útvarpinu, sem sagðist hafa skotið 3 refi í kringum flugvöllinn á einhverju árabili!! Það vinnst ekkert með veiðibanni á rjúpu, það verður að ráðast á rót vandans, refinn. Svo verður náttúrulega að herða eftirlit með magnveiði og sölu rjúpu sem enn er mikið stundað. Greina höfundur er áhugamaður um alla veiði. Góðar stundir. Hjalti Þorkelsson" Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði
Við höfum fengið þó nokkuð af pósti þar sem menn eru með gott innleg í umræðuna varðandi ástandið á rjúpnastofninum og orsakir þess, hverjar svo sem þær kunna að vera. Margir eru þó á sama máli um að refurinn eigi stærri sök í máli en talið hefur verið. Við fengum meðal annars póst frá Hjalta Þorkelssyni sem eins og margir af þeim sem sendu okkur póst er á þeirri skoðun að tófan sé einn stærsti áhrifavaldurinn í fækkun rjúpna. Við þökkum Hjalta póstinn og hann má lesa hér fyrir neðan: "Sælir. Ég er einn þeirra sem hef nokkuð sterka skoðun á ákvörðunum umhverfisráðherra (núverandi og fyrrverandi), umhverfisstofnunar og veiðimálastofnunar og náttúrustofnunar varðandi rjúpuna og áhrif veiða á stofnstærð hennar. Ég er á því að stærsti áhrifavaldurinn er tófan og afleiðingar á friðun hennar í þjóðgörðum landsins, það hefur orsakað óhóflega fjölgun refs í landinu með tilheyrandi áhrifum á allt fuglalíf til hins verra. Við fórum t.d. í ferð á Hesteyri í byrjun ágúst og það sem sló mig mest var að heyra ekki í einum mófugli eða sjá slíkan fugl þar í kring, slíkt er í hæsta máta óeðlilegt fyrir þann stað, það ætti allt að vera krökt af fugli þarna af öllum tegundum. Staðarhaldari sagði mér þegar ég spurði hann út í þetta og refinn, að hann hefði verið að smíða pall í vor og 3 daga í röð hefði tófa setið í nokkurra metra fjarlægð og fylgst með honum! Finnst fólki það eðlilegt? Einnig hefur maður heyrt ferðamenn sem hafa átt leið á Hornstrandir og víkurnar hér fyrir norðan Rit, Aðalvík austur í Hornvík að sáralítið heyrist í mófugli á þeim slóðum, og refurinn sé svo spakur að hann komi til fólks þegar það tylli sér til að borða nestið sitt, finnst fólki það líka eðlilegt? Ég hef stundað rjúpnaveiðar frá 1980 og hef séð mikla breytingu frá því refurinn var friðaður á Hornströndum, maður sá eina og eina slóð eftir tófu fyrir friðun refsins, en eftir friðun fjölgaði slóðum refsins með hverju árinu og er svo komið hér við Ísafjarðardjúp að slóðir eftir refinn eru á nokkurra metra bili og tófan sést æ oftar í björtu sem er ekki eðlilegt og segir manni að samkeppnin hjá henni um fæðu er orðin gríðarlega mikil vegna fjölda dýra. Refurinn er stærsta orsök fækkunar rjúpu, enda tekur refurinn hana í bælum á nóttinni, maður sér slíkt ansi oft þegar labbað er til rjúpna ummerki refs við rjúpubæli blóð og fiður, síðan leggst hann á hreiðrin á vorið og tekur eggin. Á miðað við þær fréttir sem maður hefur af Reykjanesinu þar sem rjúpan hefur verið friðuð árum saman, og sú friðun hefur engan árangur borið frekar á hinn veginn að rjúpan sést varla ef nokkurn tímann, en refnum hefur fjölgað þar svo um munar segir sína sögu um áhrif refsins. Ég er ekkert að fara inn á áhrif annarra dýra eins og minks sem er skaðvaldur mikill og ætti að útrýma honum hér, og ránfugla læt öðrum eftir að fjalla um þá hlið. Eins og staðan er og hefur verið þá er UST og Náttúrustofnun verstu óvinir Íslenskrar náttúru og þurfa menn þar á bæ að opna augun alveg og það bæði augun og hlusta á veiðimenn landsins en ekki rýna í einhverjar formúlur og tölur og stórauka veiðar á ref þar til jafnvægi er náð aftur í náttúru landsins. Fræðingar sem þarna hafa unnið þurfa að taka til hjá sjálfum sér og viðurkenna þau mistök að friða refinn ef ekkert verður gert í þeim málum þá verður náttúra Íslands setin hungruðum ref sem fer að leita inn í þéttbýli í miklum mæli í ætisleit og allur fugl verður horfinn það væru umhverfisspjöll sem seint yrðu löguð. Heyrði reyndar í starfsmanni á Reykjavíkurflugvelli í útvarpinu, sem sagðist hafa skotið 3 refi í kringum flugvöllinn á einhverju árabili!! Það vinnst ekkert með veiðibanni á rjúpu, það verður að ráðast á rót vandans, refinn. Svo verður náttúrulega að herða eftirlit með magnveiði og sölu rjúpu sem enn er mikið stundað. Greina höfundur er áhugamaður um alla veiði. Góðar stundir. Hjalti Þorkelsson"
Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði