Innlent

Óaðfinnanleg frammistaða

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Matti kyssir jafnan Vigga á sviðinu. Mynd/ Getty.
Matti kyssir jafnan Vigga á sviðinu. Mynd/ Getty.
Vinir Sjonna, íslensku strákarnir sem taka þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd, luku rétt í þessu við að flytja framlag Íslands, I´m coming Home. „Þeir gerðu þetta óaðfinnanlega,“ sagði Hrafnhildur Halldórsdóttir, þulan sem lýsir keppninni þetta árið fyrir Ríkisútvarpið.

Sviðsframkoma, Matthíasar Matthíassonar söngvara hefur vakið athygli, en hann kyssir jafnan Vigni Snæ Vigfússon félaga sinn á kynnina í miðju lagi. Engin breyting varð þar á í þetta skiptið. Matti rak Vigga rembingskoss og mátti ekki annað sjá á viðbrögðum Vigga en að kossinn hafi vakið ómælda hrifningu.


Tengdar fréttir

Vinir Sjonna í góðri stemningu fyrir lokakvöldið

Það hefur sjálfsagt ekki farið framhjá neinum að Íslendingar munu taka þátt í aðalkeppni Eurovision sem fram fer í Dusseldorf í kvöld. Benedikt Brynleifsson, betur þekktur sem Benni trommari, segir að stemningin fyrir lokakvöldinu sé góð.

Stóra stundin nálgast

Það styttist i stóru stundina hjá strákunum okkar, Vinum Sjonna, sem flytja framlag Íslands í Eurovision keppninni í kvöld. Keppnin hefst klukkan sjö og eru Íslendingar númer 21 í röðinni.

Spennufall hjá íslenska hópnum í Eurovison

"Þetta er ekkert smá spennufall að vera búinn að þessu,“ segir Benedikt Brynleifsson, eða Benni trommari, einn af Vinum Sjonna sem flutti lag Íslands í Eurovision í kvöld.

Vonar að Ísland verði meðal 10 efstu

Eyjólfur Kristjánsson, ein af mestu Eurovision hetjum Íslendinga, segist vona að Íslendingar nái að verða á meðal tíu efstu í Eurovision í kvöld .Hann gerir samt ekki ráð fyrir að strákarnir okkar, eins og vinir Sjonna eru núna kallaðir, muni vinna keppnina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×