Innlent

Bretar spyrja sig hvort Íslendingar hafi efni á Hörpu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tónleikasalurinn í Hörpu er hinn glæsilegasti. Mynd/ Valli.
Tónleikasalurinn í Hörpu er hinn glæsilegasti. Mynd/ Valli.
Ítarleg umfjöllun var um tónlistarhúsið Hörpu á BBC 3 í dag. Þar er velt upp þeirri spurningu hvort Íslendingar, sem urðu fyrir gríðarlegum efnahagsáföllum fyrir tveimur og hálfu ári, hafi efni á jafn stóru tónlistarhúsi og Harpa er.

Sagt er frá því að Íslendingar hafi kallað eftir alvöru tónlistarhúsi allt frá því að Seinni heimsstyrjöld lauk, en fyrir tíu árum hafi verið kominn skriður á verkefnið og þá hafi húsinu verið valið staðsetning við Reykjavíkurhöfn.

Rætt er við félaga í Sinfóníuhljómsveit Íslands sem lofsama hljómburðinn í húsinu og segjast telja að um sé að ræða eitt af bestu tónlistarhúsum í heiminum.



Hér má hlusta á umfjöllunina á BBC 3
.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×