Lífið

Átti að fara fyrr

Sáttur Jesse James kveðst sáttur við að vera laus undan óraunveruleika Hollywood en viðurkennir að hann hefði átt að fara fyrr frá Söndru Bullock.
Sáttur Jesse James kveðst sáttur við að vera laus undan óraunveruleika Hollywood en viðurkennir að hann hefði átt að fara fyrr frá Söndru Bullock. Mynd/Nordicphoto/getty
Jesse James, sem er í hópi hötuðustu karlmanna Bandaríkjanna eftir að hafa svikið Óskarsverðlaunaleikkonuna Söndru Bullock, segist hafa átt að fara fyrr frá Hollywood-stjörnunni. James, sem er ákaflega virtur mótorhjólasmiður, viðurkennir að hann hafi ekki sýnt fyrrum eiginkonu sinni þá virðingu sem hún hafi átt skilið.

„Ég hefði átt að vera hreinskilinn og fara frá henni. Ef ég vildi hlaupa af mér einhver horn þá hefði það verið það rétta í stöðunni,“ sagði James í samtali við sjónvarpsþátt Piers Morgan á CNN.

Skilnaður Bullock og James vakti mikla athygli enda var leikkonan þá nýbúin að hreppa Óskarsverðlaunin. Fjölmiðlar upplýstu að James hefði átt vingott við húðflúrfyrirsætuna Michelle „Bombshell“ McGee en hann er núna trúlofaður húðflúrlistamanninum Kat Von D. Mótorhjólakempan upplýsir jafnframt að hann sé feginn að vera laus við þessa Hollywood-veröld Bullock, fólk sé ekki einlægt í þeim heimi.

„Hún þakkaði mér fyrir Óskarinn en það var ekki einlægt, hún hafði flutt þessa ræðu við fjórar aðrar verðlaunaafhendingar.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.