Borgarstjóri skammar Smith 14. maí 2011 19:00 Bless íbúðarvagn Will Smith varð að færa risavaxinn íbúðarvagn sinn samkvæmt beiðni frá borgarstjóranum í New York, Michael Bloomberg. Íbúðarvagninn er 107 fermetrar, er á 22 hjólum og vegur í kringum þrjátíu tonn. asdf Dagblöð og vefsíður í Bandaríkjunum hafa fylgst grannt með deilum bandaríska leikarans Will Smith og íbúa í SoHo-hverfinu í New York en þar fara nú tökur fram á þriðju myndinni í MIB-myndaflokknum. Will Smith hefur löngum verið þekktur fyrir ofvaxið egó en þykir hafa farið fram úr sér með nýjasta uppátækinu. Íbúar hverfisins ráku nefnilega upp stór augu þegar vörubíll af stærstu gerð kom fyrir risavöxnum íbúðarvagni í miðju íbúðarhverfinu. Íbúðarvagninn er allur sá glæsilegasti, um það verður ekki deilt, enda þarf Smith að punga út níu þúsund dölum í leigu á viku. Hann er 107 fermetrar á tveimur hæðum og skartar meðal annars sérstöku kvikmyndaherbergi með 100 tommu sjónvarpsskjá, skrifstofu fyrir aðstoðarmenn, stóru svefnherbergi og granítlögðu baðherbergi. Vagninn er á 22 hjólum og vegur í kringum þrjátíu tonn. Hvorki meira né minna. Nágrannarnir tóku þessu illa, jafnvel þótt þetta væri Will Smith, enda stóð vagninn í miðju hverfinu og skyggði á allt og alla. Bandaríska dagblaðið The New York Post fór á stúfana og ræddi við nokkra íbúa í hverfinu og þeir voru flestir á einu máli um að hegðun Smith væri til háborinnar skammar fyrir hann og tökuliðið. Að endingu neyddist borgarstjórinn í New York, Michael Bloomberg, til að blanda sér í málið. Hann skipaði leikaranum í gær að færa ferlíkið og koma því fyrir á minna áberandi stað. „Hver þarf svona stóran íbúðarvagn? Ég vissi ekki einu sinni að það væri hægt að fá þá svona stóra,“ hefur New York Post eftir borgarstjóranum. Í kjölfarið var send út yfirlýsing frá skrifstofu borgarstjóra. Þar kom fram að til að minnka ónæðið af tökum á MIB 3 fyrir íbúa SoHo-hverfisins hefði skrifstofa borgarstjórans í New York beðið aðstandendur um að færa íbúðarvagninn á einkasvæði, og var það gert. Þegar Will Smith var sjálfur spurður útí málið hafði hann fátt um það að segja: „Ég bara skil ekki öll þessi læti.“ freyrgigja@frettabladid.isasdf Lífið Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Fleiri fréttir Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sjá meira
asdf Dagblöð og vefsíður í Bandaríkjunum hafa fylgst grannt með deilum bandaríska leikarans Will Smith og íbúa í SoHo-hverfinu í New York en þar fara nú tökur fram á þriðju myndinni í MIB-myndaflokknum. Will Smith hefur löngum verið þekktur fyrir ofvaxið egó en þykir hafa farið fram úr sér með nýjasta uppátækinu. Íbúar hverfisins ráku nefnilega upp stór augu þegar vörubíll af stærstu gerð kom fyrir risavöxnum íbúðarvagni í miðju íbúðarhverfinu. Íbúðarvagninn er allur sá glæsilegasti, um það verður ekki deilt, enda þarf Smith að punga út níu þúsund dölum í leigu á viku. Hann er 107 fermetrar á tveimur hæðum og skartar meðal annars sérstöku kvikmyndaherbergi með 100 tommu sjónvarpsskjá, skrifstofu fyrir aðstoðarmenn, stóru svefnherbergi og granítlögðu baðherbergi. Vagninn er á 22 hjólum og vegur í kringum þrjátíu tonn. Hvorki meira né minna. Nágrannarnir tóku þessu illa, jafnvel þótt þetta væri Will Smith, enda stóð vagninn í miðju hverfinu og skyggði á allt og alla. Bandaríska dagblaðið The New York Post fór á stúfana og ræddi við nokkra íbúa í hverfinu og þeir voru flestir á einu máli um að hegðun Smith væri til háborinnar skammar fyrir hann og tökuliðið. Að endingu neyddist borgarstjórinn í New York, Michael Bloomberg, til að blanda sér í málið. Hann skipaði leikaranum í gær að færa ferlíkið og koma því fyrir á minna áberandi stað. „Hver þarf svona stóran íbúðarvagn? Ég vissi ekki einu sinni að það væri hægt að fá þá svona stóra,“ hefur New York Post eftir borgarstjóranum. Í kjölfarið var send út yfirlýsing frá skrifstofu borgarstjóra. Þar kom fram að til að minnka ónæðið af tökum á MIB 3 fyrir íbúa SoHo-hverfisins hefði skrifstofa borgarstjórans í New York beðið aðstandendur um að færa íbúðarvagninn á einkasvæði, og var það gert. Þegar Will Smith var sjálfur spurður útí málið hafði hann fátt um það að segja: „Ég bara skil ekki öll þessi læti.“ freyrgigja@frettabladid.isasdf
Lífið Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Fleiri fréttir Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sjá meira