Erlent

Illa lyktandi blóm dregur til sín ferðamenn

Blómið, sem blómstrar nú í fyrsta sinn, ilmar af rotnandi holdi.
Blómið, sem blómstrar nú í fyrsta sinn, ilmar af rotnandi holdi. Mynd/ap
Þúsundir flykkjast nú til svissnesku borgarinnar Basel til að bera augum og nefi hið tveggja metra háa náblóm sem nú blómstrar í fyrsta skipti á sinni 17 ára löngu ævi.

Blómið ber latneska heitið amorphophallus titanum en það er þó betur þekkt sem "corpse flower" eða líkblómið sökum þess höfuga ilms sem það gefur frá sér. Blómið ilmar nefnilega af rotnandi holdi en liðin eru 75 ár síðan slíkt blóm blómstraði síðast í Sviss.

Búist er við að um 10.000 manns komi að sjá blómið sem á aðeins eftir að blómstra í tæpa viku í viðbót áður en það visnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×