Erlent

Grófu göng til þess að frelsa mörg hundruð fanga

Afganskir lögreglumenn fyrir utan fangelsið í Kandahar.
Afganskir lögreglumenn fyrir utan fangelsið í Kandahar. MYND/AP
Rúmlega 470 fangar í Kandahar í Afganistan ganga nú lausir eftir að göng voru grafin inn í fangelsið til þeirra. Fjölmargir talíbanar eru á meðal fanganna. Lögregluyfirvöld segja að tekist hafi að handsama tólf fanga á ný og Hamid Karzai forseti landsins segir að um stórslys sé að ræða. Talibanar hafa lýst ábyrgðinni á hendur sér og segjast hafa grafið göngin á fimm mánaða tímabili en þau eru um 320 metrar á lengd.

Um hundrað þeirra sem sluppu eru liðsforingjar talíbana og flestir hinna höfðu barist fyrir hreyfinguna áður en þeir voru handsamaðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×