Innlent

Virða ekki umboð sitt og valdmörk

Sóley Tómasdóttir.
Sóley Tómasdóttir. Mynd/Anton Brink
Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi VG, gagnrýndi formenn menntaráðs og íþrótta- og tómstundaráðs, harðlega á fundi borgarstjórnar í dag og sagði þá ekki virða umboð sitt og valdmörk. Á fundinum fór fram umræða um fyrirhugaðar sameiningar grunnskóla, leikskóla og frístundaheimila í borginni.

Í ræðu sinni gagnrýndi Sóley það virðingarleysi sem endurspeglast að hennar mati gagnvart frístundaheimilunum í skýrslu starfshóps um samþættingu starfs í grunnskólum og frístundaheimilum. Þá sagði Sóley að formönnunum tveimur, Oddnýju Sturludóttur og Evu Einarsdóttur, bæri alls ekki saman í yfirlýsingum um samþættinguna.

„Þetta er grafalvarlegt en kemur því miður ekki á óvart. Þetta er ekki bara alvarlegt vegna þess að formennirnir virða ekki umboð sitt og valdmörk, heldur einnig vegna þess að þetta eykur enn á þá óvissu sem uppi er í borgarkerfinu. Þetta kemur ekki á óvart af því að framkoma og hegðun meirihlutans í þessu máli hefur verið með hreinum ólíkindum og í engu samræmi við það sem fjölskipað stjórnvald krefst," sagði Sóley.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×