Innlent

Vill upplýsingar vegna svara til fjölmiðla

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir því að fjármálaráðuneytið veiti upplýsingar um samskipti ráðuneytsins við fjölmiðla vegna fyrirspurna um kostnað vegna Icesave samninganefndanna. Eins og fram hefur komið óskuðu fréttastofa RÚV og Morgunblaðið eftir því að ráðuneytið veitti fjölmiðlunum þessar upplýsingar á grundvelli upplýsingalaga. Við því hefur ekki verið orðið.

Vegna þessa vill Umboðsmaður Alþingis fá afrit af beiðnum fjölmiðla um ofangreindar upplýsingar, samskiptum ráðuneytisins við fjölmiðlana af þessu tilefni og svör sem þeim hafa verið látin í té.

Umboðsmaður Alþingis segir í bréfinu að beiðni um ofangreindar upplýsingar, gögn og skýringar sé sett fram til þess að umboðsmaður geti tekið afstöðu til þess hvort tilefni sé til þess að hann taki mál þetta formlega til athugunar að eigin frumkvæði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×